Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir og Valdimar Gylfason skrifa 20. september 2025 16:02 Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun