Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar 23. september 2025 10:00 Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar