Lífið

Fyrsta Ung­frú Græn­land í rúm þrjá­tíu ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025.
Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025.

Hin 21 árs gamla Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025 þann 14. september síðastliðinn í Sirkussalnum í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem fulltrúi Grænlands er krýndur í fegurðarsamkeppni á alþjóðavettvangi.

Vicky var meðal keppenda í dönsku fegurðarsamkeppninni Ungfrú Danmörk 2025 og fékk þann óvænta heiður að vera valin Ungfrú Grænland 2025 og mun því keppa fyrir hönd Grænlands í Miss Universe 2025 sem fram fer í Taílandi í nóvember næstkomandi.

Í færslu á Instagram í vikunni lýsti Vicky yfir miklu stolti og sagði titilinn vera einstakt tækifæri til að sýna að Grænlendingar gætu staðið stoltir á alþjóðavettvangi.

„Ungfrú Danmörk snýst ekki um pólitík – hvorki danska né grænlenska – heldur um að lyfta konum upp og fagna styrk þeirra. Fyrir mig snýst þetta um að sýna fram á að við Grænlendingar getum staðið stoltir á alþjóðavettvangi. Við getum náð langt ef við trúum á okkur sjálf, vinnum af einlægni og höldum fast í vonina.

Ég er ólýsanlega stolt að fá að vera fulltrúi Grænlands og mun bera þennan titil með allri þeirri ást, virðingu og auðmýkt sem býr innra með mér,“ skrifaði Vicky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.