Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 23. september 2025 17:56 Þorgerður segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið í leyfisleysi inn í lofthelgi Norðmanna og Dana. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. „Það er greinilega verið að ögra og ógna innviðum lýðræðisríkja, Evrópu, ekki síst ríkja greinilega sem standa með Úkraínu í því stríði sem við stöndum frammi fyrir. Þetta er alvarlegt og ógnin er að færast nær, meðal annars, Íslandi,“ segir Þorgerður Katrín sem er stödd í Bandaríkjunum í tilefni af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún segir það sem betur fer þannig að ríkisstjórnin hafi frá upphafi lagt áherslu á öryggis- og varnarmál og hluti af því sé skýrsla frá þverpólitískri nefnd þar sem komi skýrt fram að efla þurfi varnir Íslands með tilliti til tækni og samstarf við önnur aðildarríki NATO og Evrópu í heild sinni. Sem liður í því sé hún til dæmis á leið til Finnlands með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem hún mun skrifa undir samstarfsyfirlýsingu með Finnum á sviði öryggis- og varnarmála. Alvarleg tilvik Þorgerður segir nýlega dæmi þar sem lofthelgi Eista, Rúmena og Pólverja var rofin og nú Danmerkur og Noregs, séu mjög alvarleg tilvik og ríkisstjórnin meti þau þannig. Þá séu þau einnig metin þannig að þörf sé á að vera tilbúin fyrir hvað sem er. „Um leið vil ég undirstrika að það sem við stöndum frammi fyrir er fræðsla ekki hræðsla. Við þurfum að vera viðbúin og við þurfum að fara í þetta verkefni að fræða almenning hverju við hugsanlega stöndum frammi fyrir. En ég vil líka geta þess að við þurfum að efla þær varnir sem ná til fjölþátta ógna, það eru netöryggissveitin, Landhelgisgæslan og lögreglan,“ segir Þorgerður. Þessi tilvik sýni að það sé ekki að ástæðulausu sem ríkisstjórnin hafi náð samstöðu með öllum flokkum um að vera viðbúin. Að vera ekki hrædd, en vera viðbúin. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því á þingi fyrr í dag að þjóðaöryggisráð yrði kallað saman. Þorgerður tekur undir það en segir ríkisstjórnina einnig hafa sett saman ráðherranefnd um þjóðaröryggismál. Í nefndinni sitji formenn allra flokka, dómsmálaráðherra og starfsfólk af varnamálaskrifstofu ráðuneytisins, landhelgisgæslu og ríkislögreglustjóri. „Það góða við okkar íslenska samfélag er að við erum fljót að tengjast og það er búið að vera frábært samstarf, meðal annars á milli dómsmála- og utanríkisráðuneytisins, en ekki síst þessum lykilstofnana sem taka til öryggis og varna okkar. Og við verðum að halda þessu samstarfi áfram og vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera, og vera áreiðanlegir bandamenn bæði innan NATO og samstarfsaðila við önnur ríki.“ Tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Hún segir hægt að kalla þjóðaöryggisráð saman um leið og hún kemur heim frá New York er hún er stödd þar vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði þingið áðan. „Mér þætti það gott og það væri við hæfi að við færum yfir þetta og skoðuðum meðal annars hvað er í gangi, og hugsanlega í gangi hjá okkur.“ Í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra sem formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar. Á vef stjórnarráðsins segir um Þjóðaröryggisráð að það hafi eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Hún segir þörf á að treysta frekar varnir við flugvöll og neðansjávarkapla og efla greiningar- og viðbragðsgetu. Hún segir Ísland þokkalega í stakk búin til að brugðist við atviki eins og átti sér stað í Danmörku og Noregi í gær. Við séum mjög tengd nágrannaþjóðum okkar sem geri sér grein fyrir því að okkur gæti vantað aðstoð. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
„Það er greinilega verið að ögra og ógna innviðum lýðræðisríkja, Evrópu, ekki síst ríkja greinilega sem standa með Úkraínu í því stríði sem við stöndum frammi fyrir. Þetta er alvarlegt og ógnin er að færast nær, meðal annars, Íslandi,“ segir Þorgerður Katrín sem er stödd í Bandaríkjunum í tilefni af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún segir það sem betur fer þannig að ríkisstjórnin hafi frá upphafi lagt áherslu á öryggis- og varnarmál og hluti af því sé skýrsla frá þverpólitískri nefnd þar sem komi skýrt fram að efla þurfi varnir Íslands með tilliti til tækni og samstarf við önnur aðildarríki NATO og Evrópu í heild sinni. Sem liður í því sé hún til dæmis á leið til Finnlands með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem hún mun skrifa undir samstarfsyfirlýsingu með Finnum á sviði öryggis- og varnarmála. Alvarleg tilvik Þorgerður segir nýlega dæmi þar sem lofthelgi Eista, Rúmena og Pólverja var rofin og nú Danmerkur og Noregs, séu mjög alvarleg tilvik og ríkisstjórnin meti þau þannig. Þá séu þau einnig metin þannig að þörf sé á að vera tilbúin fyrir hvað sem er. „Um leið vil ég undirstrika að það sem við stöndum frammi fyrir er fræðsla ekki hræðsla. Við þurfum að vera viðbúin og við þurfum að fara í þetta verkefni að fræða almenning hverju við hugsanlega stöndum frammi fyrir. En ég vil líka geta þess að við þurfum að efla þær varnir sem ná til fjölþátta ógna, það eru netöryggissveitin, Landhelgisgæslan og lögreglan,“ segir Þorgerður. Þessi tilvik sýni að það sé ekki að ástæðulausu sem ríkisstjórnin hafi náð samstöðu með öllum flokkum um að vera viðbúin. Að vera ekki hrædd, en vera viðbúin. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því á þingi fyrr í dag að þjóðaöryggisráð yrði kallað saman. Þorgerður tekur undir það en segir ríkisstjórnina einnig hafa sett saman ráðherranefnd um þjóðaröryggismál. Í nefndinni sitji formenn allra flokka, dómsmálaráðherra og starfsfólk af varnamálaskrifstofu ráðuneytisins, landhelgisgæslu og ríkislögreglustjóri. „Það góða við okkar íslenska samfélag er að við erum fljót að tengjast og það er búið að vera frábært samstarf, meðal annars á milli dómsmála- og utanríkisráðuneytisins, en ekki síst þessum lykilstofnana sem taka til öryggis og varna okkar. Og við verðum að halda þessu samstarfi áfram og vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera, og vera áreiðanlegir bandamenn bæði innan NATO og samstarfsaðila við önnur ríki.“ Tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Hún segir hægt að kalla þjóðaöryggisráð saman um leið og hún kemur heim frá New York er hún er stödd þar vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði þingið áðan. „Mér þætti það gott og það væri við hæfi að við færum yfir þetta og skoðuðum meðal annars hvað er í gangi, og hugsanlega í gangi hjá okkur.“ Í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra sem formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar. Á vef stjórnarráðsins segir um Þjóðaröryggisráð að það hafi eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Hún segir þörf á að treysta frekar varnir við flugvöll og neðansjávarkapla og efla greiningar- og viðbragðsgetu. Hún segir Ísland þokkalega í stakk búin til að brugðist við atviki eins og átti sér stað í Danmörku og Noregi í gær. Við séum mjög tengd nágrannaþjóðum okkar sem geri sér grein fyrir því að okkur gæti vantað aðstoð.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34