Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2025 08:00 Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun