Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 10:38 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04