Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 15:06 Selinskí Úkraínuforseti á leið á sviðið í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. „Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
„Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“