Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. september 2025 09:32 Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar