Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar 27. september 2025 11:32 Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun