Innlent

Þór sækist eftir endur­kjöri

Agnar Már Másson skrifar
Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss.

Þór, sem hefur verið bæjarstjóri frá síðustu kosningum 2022, skrifar á Facebook að hann hafi boðið sig fram til áframhaldandi forystu flokksins á fundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga í morgun.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness en í síðustu kosningum jók flokkurinn fylgi sitt aftur yfir 50,8 úr 46 prósentum frá kosningunum 2018.

„Óvæntir atburðir á borð við umfangsmikil myglumál í skólahúsunum okkar og gríðarlegt sjótjón hafa tekið og litað kjörtímabilið,“ skrifar Þór.

„Gleðilegir áfangar bæta hins vegar allt upp eins og það að vera loks kominn á þann stað nú undir lok tímabilsins að efnt stærsta loforð okkar Sjálfstæðismanna sem er bygging leikskólans Undanbrekku en fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum,“ bætir bæjarstjórinn við en að undanförnu hefur leikskólavandi í bæjarfélaginu vakið athygli þar sem ekki hefur tekist að ráða starfsmenn til að opna allar deildir leikskólans.

Segist hann vera í miðri á í starfi sínu sem bæjarstjóri og með áframhaldandi verk að vinna. „Ég vilgjarnan klára þau verkefni með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum og hlakka til komandi kjörtímabils.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×