Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 22:38 Lögreglan segir að aðgerðin sé til þess fallin að sýna fælingarmátt. Herinn vill samt ekki tjá sig. Mynd úr safni af heræfingu Danahers á Grænlandi í september. AP Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Talsmaður lögreglunnar á Borgundarhólmi staðfestir við TV2 að vélarnar hafi „fyrst flogið aðra leiðina yfir eyjuna og síðan hina leiðina til baka.“ Danskir miðlar kveðast hafa fengið fjölda tilkynninga vegna þotanna frá íbúum á dönsku eyjunni. Talsmaður lögreglunnar segir aðgerðina vera hluti af „fælingarviðbúnaði“, þá til þess fallinn að standa vörð um danska lofthelgi. Yfirstjórn hersins vildi samt ekki staðfesta þessar upplýsingar í samtali við TV2. Þetta þarf ekki endilega að þýða að lofthelgi landsins hafi verið brotin, samkvæmt því sem fram kemur á vef danska hersins. Á þessu ári, til og með 31. maí, hefur danski herinn ráðist í slíkar aðgerðir 33 sinnum og öll þau skipti hafa verið yfir Eystrasalti, samkvæmt vef hersins. Truflanir í Noregi Fyrr í dag sást dróni á lofti við flugvöllinn í Brunneyjarsundi við vesturströnd Noregs og þurfti fyrir vikið að beina flugvél á flugvöllinn í Þrándheimi, að því er VG greinir frá. Auk þess hafði vél á vegum Norwegian air þurft að snúa við um 21.30 í kvöld vegna tilkynningar um dróna við Bardufoss. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa verið á tánum eftir að dularfullir drónar sáust fljúga yfir Kastrúp-flugvelli síðasta mánudag. Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu þar sem drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Danmörk bannar dróna Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í þeirri ákvörðun sem hafi verið tekin að banna drónaflug. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Talsmaður lögreglunnar á Borgundarhólmi staðfestir við TV2 að vélarnar hafi „fyrst flogið aðra leiðina yfir eyjuna og síðan hina leiðina til baka.“ Danskir miðlar kveðast hafa fengið fjölda tilkynninga vegna þotanna frá íbúum á dönsku eyjunni. Talsmaður lögreglunnar segir aðgerðina vera hluti af „fælingarviðbúnaði“, þá til þess fallinn að standa vörð um danska lofthelgi. Yfirstjórn hersins vildi samt ekki staðfesta þessar upplýsingar í samtali við TV2. Þetta þarf ekki endilega að þýða að lofthelgi landsins hafi verið brotin, samkvæmt því sem fram kemur á vef danska hersins. Á þessu ári, til og með 31. maí, hefur danski herinn ráðist í slíkar aðgerðir 33 sinnum og öll þau skipti hafa verið yfir Eystrasalti, samkvæmt vef hersins. Truflanir í Noregi Fyrr í dag sást dróni á lofti við flugvöllinn í Brunneyjarsundi við vesturströnd Noregs og þurfti fyrir vikið að beina flugvél á flugvöllinn í Þrándheimi, að því er VG greinir frá. Auk þess hafði vél á vegum Norwegian air þurft að snúa við um 21.30 í kvöld vegna tilkynningar um dróna við Bardufoss. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa verið á tánum eftir að dularfullir drónar sáust fljúga yfir Kastrúp-flugvelli síðasta mánudag. Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu þar sem drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Danmörk bannar dróna Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í þeirri ákvörðun sem hafi verið tekin að banna drónaflug. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira