Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2025 14:17 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína eins og flestir þekkja hana, segir að það hafi farið um baráttufólkið um borð i skipinu Samviskunni þegar fréttir bárust af handtökum í öðrum skipum Frelsisflotans. Þær hafi þó aðeins þau áhrif að skerpa einbeitingu og baráttuhug fólksins um borð. Aðsend Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. Ísraelska utanríkisráðuneytið birti í gærkvöldi myndskeið þar sem sjá mátti ísraelska sjóherinn handtaka baráttufólk um borð í fremstu skipum Frelsisflotans en í þeim fjölþjóðlega hópi var meðal annars hin sænska Greta Thunberg og írskur þingmaður. Samkvæmt The Guardian hefur ísraelski sjóherinn handtekið áhafnir og lagt hald á tugi skipa Frelsisflotans, og er bent á að samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu sem sýnir skipaumferð í rauntíma - þá virðist aðeins fjögur skip flotans enn á siglingu. Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, tónlistar- og baráttukona, er um borð í einu af þessum skipum. Hún var spurð hvort það hafi ekki farið um hópinn við að fylgjast með myndbandinu sem sýnir handtökur baráttufólksins. „Það fer auðvitað um hópinn. Það er hátt spennustig og við fylgdumst með þessu sjóráni Ísraela á almennum borgurum á hafi úti þar sem þau sem sigla eru í löglegum erindagjörðum og á alþjóðlegu hafsvæði og þeir fremja þetta sjórán.“ Stefna ótrauð áfram Þú segir mér að þið stefnið bara ótrauð áfram og látið þetta ekkert aftra ykkur? „Já, algjörlega. Við erum í löglegum erindagjörðum. Við erum á siglingu sem almennir borgarar í löglegum erindagjörðum. Við ætlum ekki að verða kraftur fyrir Ísrael til að fá áframhaldandi leyfi til að stunda níð, þjóðarmorð, mannrán, sjórán, pyntingar, svelti, svona get ég haldið áfram í allan dag. Þetta verður ekki bensín á þá keyrslu þeirra. Það er alveg á hreinu,“ segir Magga Stína sem segir þetta bara skerpa á einurð og einbeitingu baráttufólksins um borð. Íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að hjálpa sér Nú ert þú íslenskur ríkisborgari og ef fram fer sem horfir þá ert þú á leiðinni í hald hjá Ísraelum. Hver eru þín skilaboð til íslenskra stjórnvalda ef slík staða kemur upp? „Ef af því verður þá er það á þeirra ábyrgð að ég verði leyst úr haldi umsvifalaust og að þau bregðist við með sem harkalegustum hætti við ef þetta kemur upp. Það er þeirra skylda. Ef þau gera það ekki þá afhjúpast samsekt þeirra í víðum skilningi,“ segir Magga Stína. Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Ísraelska utanríkisráðuneytið birti í gærkvöldi myndskeið þar sem sjá mátti ísraelska sjóherinn handtaka baráttufólk um borð í fremstu skipum Frelsisflotans en í þeim fjölþjóðlega hópi var meðal annars hin sænska Greta Thunberg og írskur þingmaður. Samkvæmt The Guardian hefur ísraelski sjóherinn handtekið áhafnir og lagt hald á tugi skipa Frelsisflotans, og er bent á að samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu sem sýnir skipaumferð í rauntíma - þá virðist aðeins fjögur skip flotans enn á siglingu. Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, tónlistar- og baráttukona, er um borð í einu af þessum skipum. Hún var spurð hvort það hafi ekki farið um hópinn við að fylgjast með myndbandinu sem sýnir handtökur baráttufólksins. „Það fer auðvitað um hópinn. Það er hátt spennustig og við fylgdumst með þessu sjóráni Ísraela á almennum borgurum á hafi úti þar sem þau sem sigla eru í löglegum erindagjörðum og á alþjóðlegu hafsvæði og þeir fremja þetta sjórán.“ Stefna ótrauð áfram Þú segir mér að þið stefnið bara ótrauð áfram og látið þetta ekkert aftra ykkur? „Já, algjörlega. Við erum í löglegum erindagjörðum. Við erum á siglingu sem almennir borgarar í löglegum erindagjörðum. Við ætlum ekki að verða kraftur fyrir Ísrael til að fá áframhaldandi leyfi til að stunda níð, þjóðarmorð, mannrán, sjórán, pyntingar, svelti, svona get ég haldið áfram í allan dag. Þetta verður ekki bensín á þá keyrslu þeirra. Það er alveg á hreinu,“ segir Magga Stína sem segir þetta bara skerpa á einurð og einbeitingu baráttufólksins um borð. Íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að hjálpa sér Nú ert þú íslenskur ríkisborgari og ef fram fer sem horfir þá ert þú á leiðinni í hald hjá Ísraelum. Hver eru þín skilaboð til íslenskra stjórnvalda ef slík staða kemur upp? „Ef af því verður þá er það á þeirra ábyrgð að ég verði leyst úr haldi umsvifalaust og að þau bregðist við með sem harkalegustum hætti við ef þetta kemur upp. Það er þeirra skylda. Ef þau gera það ekki þá afhjúpast samsekt þeirra í víðum skilningi,“ segir Magga Stína.
Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. 2. október 2025 07:01