Innlent

Skjálfta­hrina við Krýsu­vík og Kleifar­vatn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skjálftarnir eiga upptök sín nærri Kleifarvatni og Krýsuvík.
Skjálftarnir eiga upptök sín nærri Kleifarvatni og Krýsuvík. Vísir/Arnar

Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftahrinan ekki á Sundhnúksgígaröðinni heldur öðru svæði við Krýsuvík og Kleifarvatn. Aðeins er skjálftahrinu að ræða.

Kleifarvatn er merkt á myndinni en til vinstri má sjá eldgosasvæðið nær Grindavík. map.is

Viðvörunarstig Veðurstofunnar vegna eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni var hækkað fyrir um viku síðan þegar kvikumagn undir kvikuhólfi í Svartsengi hafði náð neðri mörkum. Varað hefur við því að eldgos geti hafist á hverri stundu. Skjálftahrinan sem er í gangi núna tengist því þó ekki. 


Tengdar fréttir

Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september.

Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn

Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×