Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar 3. október 2025 17:01 Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tré Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun