Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar 3. október 2025 17:01 Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tré Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar