Innlent

Vann á öllum deildum leik­skólans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa
Leikskólastarfsmaður var handtekinn síðasta föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni.
Leikskólastarfsmaður var handtekinn síðasta föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Vísir/Anton Brink

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Leikskólastarfsmaður á Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík var handtekinn síðasta föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 

Vikið tafarlaut úr starfi

Samkvæmt því sem fram kom á fundi foreldra með fulltrúum lögeglunnar og Reykjavíkurborgar síðdegis í dag höfðu foreldrar barns samband við lögreglu á föstudaginn í síðustu viku, 26. september, eftir að atvik hafði komið upp mánudaginn 22. september. 

Lögreglan hafi í kjölfarið haft samband við leikskólastjóra Brákarborgar sem mun hafa vikið starfsmanninum tafarlaust úr starfi. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu starfaði hann á öllum deildum leikskólans en foreldrar fengu ekki upplýsingar um hve lengi starfsmaðurinn hafði unnið á leikskólanum. 

Foreldrar ósáttir að fá ekki frekari upplýsingar

Foreldrum var enn fremur tjáð að yfirvöld gæfu ekki gefið upp miklar upplýsingar með vísan rannsóknarhagsmuna.

Foreldrum sem fréttastofa hefur rætt við er brugðið. Einhverir segjast hafa sótt börn sín fyrr í skólann eftir að fréttir bárust af málinu.

Fundurinn var haldinn í Borgartúni og stóð yfir frá klukkan 18.20 í kvöld. Foreldrar voru ekki upplýstir um málið fyrr en eftir fréttaflutning af málinu í dag. 

Á fundinum fengu foreldrar ráð til að auðvelda þeim að leggja mat á hvort barnið þeirra hafi orðið fyrir ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×