Lífið

Höfundur hinna erótísku Ruts­hire Chronic­les-bóka látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lafði Jilly Cooper varð 88 ára.
Lafði Jilly Cooper varð 88 ára. Getty

Breski metsöluhöfundurinn Lafði Jilly Cooper er látin, 88 ára að aldri. Cooper var þekkt fyrir erótískar bækur sínar, en Disney réðst nýverið í gerð sjónvarpsþátta sem byggðu á einni þekktustu bók hennar, Rivals.

BBC greinir frá því að börn hennar, Felix og Emily, hafi staðfest andlát móðurinnar og að hún hafi látist í kjölfar byltu.

„Við erum svo stolt af öllu því sem hún áorkaði í lífi sínu og getum ekki byrjað að ímynda okkur lífið án smitandi bross og hláturs hennar,“ segir í yfirlýsingu frá börnum Cooper.

Felicity Blunt, umboðsmaður Cooper, segir að hennar verði óneitanlega helst minnst fyrir metsölubókanna The Rutshire Chronicles og sköpun aðalpersónu bókanna, Rupert Campbell-Black.

Fyrsta bókin í The Rutshire Chronicles var gefin út árið 1985 en sú síðasta árið 2023. Alls urðu bækurnar ellefu talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.