Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar 6. október 2025 12:31 Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar