Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2025 21:01 Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun