Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 16:00 Britney er ein þeirra 140 milljón manna sem hefur horft á myndbandið af Yrsu litlu að fá gleraugu í fyrsta sinn. TikTok/getty Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni. Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“ Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“
Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira