Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 16:00 Britney er ein þeirra 140 milljón manna sem hefur horft á myndbandið af Yrsu litlu að fá gleraugu í fyrsta sinn. TikTok/getty Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni. Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“ Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“
Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira