Innlent

Við­skiptaþvinganir, vopna­hlé og leik­skóla­mál

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrstur mætir Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags hf. á Akureyri, sem sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla við Rússland.

María Rut Kristinsdóttir alþingismaður og Ragnar Þór Pétursson kennari ræða farsímanotkun barna og unglinga, áhrif samfélagsmiðla á þau og hugmyndir um einhverskonar bann við aðgangi unglinga að miðlum.

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Erlingur Erlingsson sagnfræðingur ræða vopnahléð á Gaza, aðdraganda þess og hugsanlegt framhald.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Halla Gunnarsdóttir ræða leikskólamál, Kópavogsmódelið svokallaða og hugmyndir Reykjavíkurborgar um að fara sömu leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×