Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:29 Þorsteinn Leó ráðlagði þjálfara sínum varðandi Þorstein Gauta nafna hans. vísir/diego Fram tók á móti portúgalska stórveldinu Porto í riðlakeppni Evrópudeildar EHF nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum þar sem Porto vann afar sannfærandi sigur. Lokatölur 26 - 38. Porto skoraði fyrsta mark leiksins og það gerði Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson með þrumuskoti langt fyrir utan punktalínu en Fram jafnaði skömmu seinna og tókst að halda sér inni í leiknum framan af. Um miðbik hálfleiksins þá náði Porto góðum kafla og breytti stöðunni úr 4-5 í 6-12. Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að halda sér í leiknum en áttu í vandræðum með sterka vörn Porto og þá hinn sænski markvörður Porto, Sebastian Abrahamsson í miklu stuði milli stanganna. Staðan í hálfleik 11-16 fyrir gestina frá Portúgal. Porto var áfram með tögl og hagldir á leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Liðið náði sjö marka forystu þegar aðeins örfáar mínútur höfðu liðið af seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir nokkur fín áhlaup hjá heimamönnum sem leyfðu voninni að lifa þá tók að skilja enn meira með liðunum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Á örskammri stundu náði Porto algjörlega að rífa sig frá Fram þar sem gestirnir frá Portúgal tókst að refsa heimamönnum grimmilega í allmörg skipti. Mestur var munurinn 13 mörk en lokatölur urðu 26-38 fyrir Porto eins og áður segir. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með sjö mörk þar af þrjú úr vítum og þá gerði Theodór Sigurðsson sex mörk. Antonio Martinez var markahæstur hjá Porto með sjö mörk og okkar maður Þorsteinn Leó Gunnarsson gerði fjögur. Atvik leiksins Atvik leiksins er auðvitað bara umgjörðin, faglegheitin og fegurðin við að mæta í Úlfarsárdalnum í Evrópudeildina. Sleppum því að pæla í úrslitunum aðeins og fögnum því að við getum fengið þetta bara beint í æð og það hér í einu af úthverfum Reykjavíkur. Dómararnir Dómarar leiksins í kvöld komu frá Finnlandi og kláruðu þetta verkefni af miklum sóma. Þeir voru mjög samrýmdir í sinni dómgæslu ásamt því að vera bara mjög samrýmdir í útliti en þeir litu bara alveg eins út. Stemning og umgjörð Eins og áður segir þá var þetta stórglæsilegt hjá Fram í kvöld. 950 manns gerðu sér ferð í Lambhagahöllina og upplifðu þetta fyrsta Evrópukvöld í Úlfarsárdalnum. Frábærlega gert í alla staði og gaman að sjá alla þessa sjálfboðaliða taka höndum saman til klára þetta verk. Þorsteinn Leó Gunnarsson fagnaði öruggum sigri í þessari Íslandsför. Þorsteinn Leó: Eigum að vera miklu betra lið Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson spilaði vel með Porto í kvöld. Liðið var stutt af þó nokkrum einstaklingum sem klæddust Porto treyjum en flestir voru vissulega fjölskylda og vinir Þorsteins. Þar mátti til dæmis sjá kúluvarparann og Ólympíufarann, Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur, en hún er einmitt systir Þorsteins. Þetta var vissulega ekki fyrsta heimsókn Þorsteins til Íslands með Porto en liðið lék í fyrra gegn Val þar sem liðin gerðu jafntefli. Þorsteinn segir að heimsóknin í kvöld hafi verið skemmtilegir. „Þessi heimsókn var klárlega skemmtilegri. Auðvitað betra að vinna heldur en að gera jafntefli eins og síðast. Það var annars virkilega gaman að koma hingað, góð stemning og góð umgjörð sem kom mér smá á óvart. Við vorum með þetta allan leikinn fannst mér. Við misstum niður gæðin smá inn á milli en við eigum að vera miklu betra lið og kláruðum þetta verkefni vel.“ Hversu mikið er þjálfarinn að spyrja þig fyrir leik um Fram og leikmenn liðsins? „Hann spurði mig út í leikmenn fyrir leikinn og hvernig væri best að mæta þeim. Ég spilaði með Þorsteini Gauta en ég held að hann sé reyndar sá eini í þessu liði Fram sem ég spilaði með. Við vorum ekki með mikið af klippum um hann. Þeir vissu ekki neitt þannig lagað hvernig hann spilar og hann spilar aðeins öðruvísi en menn eru vanir svo ég náði að hjálpa aðeins með það.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram
Fram tók á móti portúgalska stórveldinu Porto í riðlakeppni Evrópudeildar EHF nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum þar sem Porto vann afar sannfærandi sigur. Lokatölur 26 - 38. Porto skoraði fyrsta mark leiksins og það gerði Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson með þrumuskoti langt fyrir utan punktalínu en Fram jafnaði skömmu seinna og tókst að halda sér inni í leiknum framan af. Um miðbik hálfleiksins þá náði Porto góðum kafla og breytti stöðunni úr 4-5 í 6-12. Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að halda sér í leiknum en áttu í vandræðum með sterka vörn Porto og þá hinn sænski markvörður Porto, Sebastian Abrahamsson í miklu stuði milli stanganna. Staðan í hálfleik 11-16 fyrir gestina frá Portúgal. Porto var áfram með tögl og hagldir á leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Liðið náði sjö marka forystu þegar aðeins örfáar mínútur höfðu liðið af seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir nokkur fín áhlaup hjá heimamönnum sem leyfðu voninni að lifa þá tók að skilja enn meira með liðunum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Á örskammri stundu náði Porto algjörlega að rífa sig frá Fram þar sem gestirnir frá Portúgal tókst að refsa heimamönnum grimmilega í allmörg skipti. Mestur var munurinn 13 mörk en lokatölur urðu 26-38 fyrir Porto eins og áður segir. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með sjö mörk þar af þrjú úr vítum og þá gerði Theodór Sigurðsson sex mörk. Antonio Martinez var markahæstur hjá Porto með sjö mörk og okkar maður Þorsteinn Leó Gunnarsson gerði fjögur. Atvik leiksins Atvik leiksins er auðvitað bara umgjörðin, faglegheitin og fegurðin við að mæta í Úlfarsárdalnum í Evrópudeildina. Sleppum því að pæla í úrslitunum aðeins og fögnum því að við getum fengið þetta bara beint í æð og það hér í einu af úthverfum Reykjavíkur. Dómararnir Dómarar leiksins í kvöld komu frá Finnlandi og kláruðu þetta verkefni af miklum sóma. Þeir voru mjög samrýmdir í sinni dómgæslu ásamt því að vera bara mjög samrýmdir í útliti en þeir litu bara alveg eins út. Stemning og umgjörð Eins og áður segir þá var þetta stórglæsilegt hjá Fram í kvöld. 950 manns gerðu sér ferð í Lambhagahöllina og upplifðu þetta fyrsta Evrópukvöld í Úlfarsárdalnum. Frábærlega gert í alla staði og gaman að sjá alla þessa sjálfboðaliða taka höndum saman til klára þetta verk. Þorsteinn Leó Gunnarsson fagnaði öruggum sigri í þessari Íslandsför. Þorsteinn Leó: Eigum að vera miklu betra lið Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson spilaði vel með Porto í kvöld. Liðið var stutt af þó nokkrum einstaklingum sem klæddust Porto treyjum en flestir voru vissulega fjölskylda og vinir Þorsteins. Þar mátti til dæmis sjá kúluvarparann og Ólympíufarann, Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur, en hún er einmitt systir Þorsteins. Þetta var vissulega ekki fyrsta heimsókn Þorsteins til Íslands með Porto en liðið lék í fyrra gegn Val þar sem liðin gerðu jafntefli. Þorsteinn segir að heimsóknin í kvöld hafi verið skemmtilegir. „Þessi heimsókn var klárlega skemmtilegri. Auðvitað betra að vinna heldur en að gera jafntefli eins og síðast. Það var annars virkilega gaman að koma hingað, góð stemning og góð umgjörð sem kom mér smá á óvart. Við vorum með þetta allan leikinn fannst mér. Við misstum niður gæðin smá inn á milli en við eigum að vera miklu betra lið og kláruðum þetta verkefni vel.“ Hversu mikið er þjálfarinn að spyrja þig fyrir leik um Fram og leikmenn liðsins? „Hann spurði mig út í leikmenn fyrir leikinn og hvernig væri best að mæta þeim. Ég spilaði með Þorsteini Gauta en ég held að hann sé reyndar sá eini í þessu liði Fram sem ég spilaði með. Við vorum ekki með mikið af klippum um hann. Þeir vissu ekki neitt þannig lagað hvernig hann spilar og hann spilar aðeins öðruvísi en menn eru vanir svo ég náði að hjálpa aðeins með það.“