„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:28 Ósk Gunnars og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig í annað sinn í maraþoninu í Chicago. Aðsend „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir
Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira