Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. október 2025 20:55 vísir/Guðmundur Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur en lentu þó óvænt í vandræðum með nýliða Ármanns sem höfðu steinlegið í fyrstu tveimur leikjum sínum. Valur vann á endanum ellefu stiga sigur, 94-83, eftir að hafa verið þremur stigum yfir í hálfleik 44-41. Valur náði fimmtán stiga forskoti í öðrum leikhluta en Ármann gerði gríðarlega vel að vinna sig aftur inn í leikinn. Allt var jafnt fyrir fjórða leikhluta en Valur sigldi þá fram úr og hafði á endanum níu stiga sigur. Bæði lið voru á eftir sínum fyrsta sigri og Ármenningar voru um tíma með forystuna. Valsmenn voru sterkari í lokin og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild karla Valur Ármann
Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur en lentu þó óvænt í vandræðum með nýliða Ármanns sem höfðu steinlegið í fyrstu tveimur leikjum sínum. Valur vann á endanum ellefu stiga sigur, 94-83, eftir að hafa verið þremur stigum yfir í hálfleik 44-41. Valur náði fimmtán stiga forskoti í öðrum leikhluta en Ármann gerði gríðarlega vel að vinna sig aftur inn í leikinn. Allt var jafnt fyrir fjórða leikhluta en Valur sigldi þá fram úr og hafði á endanum níu stiga sigur. Bæði lið voru á eftir sínum fyrsta sigri og Ármenningar voru um tíma með forystuna. Valsmenn voru sterkari í lokin og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.