Hafna aftur tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 11:07 Vladimír Pútin og Dmitrí Peskóv. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24
Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45