Barcelona fagnaði stór­sigri á móti ósáttum Grikkjum

Marcus Rashford og Lamine Yamal fagna saman einu marka Börsunga í kvöld.
Marcus Rashford og Lamine Yamal fagna saman einu marka Börsunga í kvöld. Getty/Judit Cartiel

Barcelona vann 6-1 heimasigur á gríska félaginu Olympiacos í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld.

Fermin Lopez skoraði þrennu fyrir Börsunga og Marcus Rashford var með tvö mörk.

Gríska liðið þurfti að spila manni færri síðustu 33 mínútur leiksins eftir að Santiago Hezze fékk sitt annað gula spjald.

Grikkirnir voru mjög ósáttir með seinna gula spjaldið en þeir voru þá nýbúnir að minnka muninn í eitt mark. Eftir að það fór á loft hrundi leikur liðsins.

Fermin Lopez kom Barcelona í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik, því fyrra eftir undirbúning Lamine Yamal strax á sjöundu mínútu og það seinna eftir sendingu Dro Fernandez á 39. mínútu.

Mark Olympiacos skoraði Ayoub El Kaabi úr vítaspyrnu á 54. mínútu en dómarinn dæmdi þá mark af honum en gaf liðinu víti í staðinn sem hann nýtt.

Lamine Yamal skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Marcus Rashford skoraði síðan fjórða markið með lúmsku skoti á 74. mínútu og þremur mínútum síðar innsiglaði Fermin Lopez þrennu sína. Hinn ungi Roony Bardghji lagði það upp.

Rashford var ekki hættur og kom Barcelona í 6-1 með sínu öðru marki á 79. mínútu eftir sendingu frá Pedri.

Barcelona hefur þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur en Olympiacos er enn án sigurs.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira