Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 14:19 Það kemur í hlut Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í embætti lögreglustjóra. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan. Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“ Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“
Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent