Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 14:19 Það kemur í hlut Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í embætti lögreglustjóra. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan. Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“ Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“
Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira