Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 14:50 Kristján Georg í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innherjasvikamálið var þar til meðferðar. Vísir/Vilhelm Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Georg segir að hann hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til og með 2018, vegna tekjuráranna 2014 til og með 2017, með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja annars vegar fram úttektir úr rekstri KFK ehf., Fastrek ehf. og Neostar 75 76 SL, að fjárhæð samtals 54 milljóna króna og hins vegar með því að vanframtelja 33 milljónir króna sem bárust inn á reikning hans. Þess er krafist að Kristján Georg verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk upptöku á fjármunum, sem haldlagðir voru af Héraðssaksóknara árið 2019. Græddu 61 milljón á innherjasvikum Sem áður segir hlaut Kristján Georg Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair árið 2019. Annar maður var dæmdur til átján mánaða fangelsis í málinu og sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Í Landsrétti var refsing Kristjáns Georgs staðfest, refsing annars mannsins þyngd um tvo mánuðu og þriðji maðurinn sýknaður. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið var að þeir hefðu notfært sér upplýsingar frá einum þeirra, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hefur rekið kampavínsklúbba og spilavíti Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel en viðskiptin með hlutabréfin í innherjasvikinum voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur var síðar rekinn undir heitinu Shooters. Þar var Kristján Georg rekstrarstjóri. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hafði rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hétu ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016. Skattar og tollar Dómsmál Icelandair Efnahagsbrot Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Georg segir að hann hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til og með 2018, vegna tekjuráranna 2014 til og með 2017, með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja annars vegar fram úttektir úr rekstri KFK ehf., Fastrek ehf. og Neostar 75 76 SL, að fjárhæð samtals 54 milljóna króna og hins vegar með því að vanframtelja 33 milljónir króna sem bárust inn á reikning hans. Þess er krafist að Kristján Georg verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk upptöku á fjármunum, sem haldlagðir voru af Héraðssaksóknara árið 2019. Græddu 61 milljón á innherjasvikum Sem áður segir hlaut Kristján Georg Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair árið 2019. Annar maður var dæmdur til átján mánaða fangelsis í málinu og sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Í Landsrétti var refsing Kristjáns Georgs staðfest, refsing annars mannsins þyngd um tvo mánuðu og þriðji maðurinn sýknaður. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið var að þeir hefðu notfært sér upplýsingar frá einum þeirra, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hefur rekið kampavínsklúbba og spilavíti Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel en viðskiptin með hlutabréfin í innherjasvikinum voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur var síðar rekinn undir heitinu Shooters. Þar var Kristján Georg rekstrarstjóri. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hafði rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hétu ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016.
Skattar og tollar Dómsmál Icelandair Efnahagsbrot Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32
Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34
Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20
Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent