Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 13:29 Tæknimenn dönsku lögreglunnar á vettvangi sprenginga við ísraelska sendiráðið í Hellerup í október árið 2024. Vísir/EPA Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega. Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega.
Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira