Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 16:15 Jóhannes Már Pétursson er formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs HA. Samsett Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“ Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“
Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira