Reyna að lokka íslenska lækna heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 16:51 Alma Möller heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. Vísir/Vilhelm Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira