Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Bókaútgáfa Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar