Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 22:03 Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. vísir/bjarni Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira
Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira