Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herdís Dröfn Fjeldsted Sýn Fjölmiðlar Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun