Öruggur sigur City

Siggeir Ævarsson skrifar
Nico Gonzalez fagnaði marki sínu af innlifun.
Nico Gonzalez fagnaði marki sínu af innlifun. Vísir/Getty

Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City eru komnir í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Liverpool í dag.

Leikurinn var nokkuð fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna en strax á 13. mínútu fékk City víti en Mamar­das­hvili gerði sér lítið fyrir og varð spyrnuna frá Erling Haaland.

Haaland bætti þó fyrir klúðrið skömmu seinna og kom heimamönnum í 1-0 á 29. mínútu. Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin með skallamarki 38. mínútu en markið var dæmt af þar sem Robertson var rangstæður og hafði áhrif á getu Donnarumma til að verja að mati dómarans.

Í staðinn fyrir að jafna leikinn fengu Liverpool menn annað mark í andlitið í uppbótartíma þegar Nico González skoraði gott mark með skoti fyrir utan teig en það má setja stórt spurningamerki við varnarleik Liverpool í aðdragandanum.

Þetta mark virtist slá Liverpool algjörlega út af laginu og City menn voru mun betra liðið í seinni hálfleik. Jeremy Doku skoraði svo gullfallegt mark með sannkölluðum þrumufleyg á 63. mínút en hann var að öðrum ólöstuðum besti leikmaðurinn á vellinum í dag.

City fer með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Arsenal en Liverpool í 8. sæti með 18 stig, rétt eins og Tottenham, Aston Villa, Manchester United og Bournemouth.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira