Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 7. nóvember 2025 17:02 Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Dómsmál Nýsköpun Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun