„Dagur, enga frasapólitík hér“ Agnar Már Másson skrifar 9. nóvember 2025 14:09 Lilja brást illa við þegar Dagur sagði að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning“. Samett mynd Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“ Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“
Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira