Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég Helsinki, ásamt nokkrum öðrum kennurum sem kenna íslensku sem annað mál í skólanum okkar, Múltikúlti íslensku. Þar kynntum við okkur kennsluhætti í tungumálakennslu, en þó aðallega finnskukennslu og hvernig staðið er að þeim málum, m.a. í stærstu fullorðinsfræðslustofnun Finnlands. Í Finnlandi munar miklu, bæði hvað varðar kröfur til innflytjenda um finnskukunnáttu, en jafnframt bjóðast innflytjendum mun heildstæðari möguleikar til að læra tungumálið, með mun meiri samfellu í náminu en fólk á kost á hér á landi. En það sem vakti sérstaka athygli mína, nú þegar skera á niður ríkisstyrki til íslenskukennslu á Íslandi, er hvernig staðið er að fjármögnun kennslunnar. Þegar innflytjendur í Helsinki læra finnsku greiðir ríkið um 30% af kostnaði, Helsinki-borg um 60% og nemandinn sjálfur greiðir um 10%. Þetta gildir um almenna innflytjendur, en ekki flóttafólk sem getur sótt námskeið án endurgjalds. Það sama gildir hér á landi um flóttafólk upp að vissu marki. Ég hef ekki fundið neina heildarsamantekt yfir þessi mál á Íslandi, en tölurnar í okkar skóla, þar sem útlit er fyrir að um 2.200 nemendur muni sitja rúmlega 170 íslenskunámskeið á þessu ári, eru svona: Heildargreiðslur fyrir námskeið árið 2025 skiptast sem hér segir:Ríkið greiðir með beinu framlagi: 25%Ríkið greiðir í gegnum VMST með framlagi til flóttafólks og atvinnu- og hælisleitenda: 19%Fyrirtæki greiða fyrir starfsfólk: 2%Nemendur greiða sjálfir 54%. Framlag ríkisins 2025 til Múltikúlti íslensku miðast við ákveðinn fjölda nemenda, samtals rúmlega 1.300 manns, sem lýkur námi með fullnægjandi mætingu (75% mætingu). Þar sem fjöldi nemenda sem hefur uppfyllt þessi skilyrði tvö síðustu ár hefur verið á milli 1.700-1.800 manns hjá skólanum, og verður á þessu ári tæp 2.000, þýðir það að þessar greiðslur dreifast á mun fleiri nemendur og rýrna sem því nemur. Atvinnuleitendur og flóttafólk stunda íslenskunám, eins og áður segir, án endurgjalds (upp að vissu marki) og nema greiðslur VMST um 67% af kostnaði við námskeiðin, en restin kemur frá áðurnefndu reglulegu framlagi ríkisins. En þess má geta að framlag VMST hefur rýrnað um 20% að raunvirði síðan 2020. Í okkar tilfelli kemur aðeins um 2% greiðslna frá fyrirtækjum og stofnunum sem greiða fyrir sitt starfsfólk. Ég geri ráð fyrir að þetta hlutfall sé hærra á landsvísu. Þannig styður t.d. Reykjavíkurborg, auk ýmissa annarra fyrirtækja og stofnana, við íslenskunám starfsfólks en ég hef ekki aðgang að neinni tölfræði um það. Langstærstur hluti okkar nemenda, á annað þúsund manns, greiðir sjálfur um 75% af sínu íslenskunámi. Stærstur hluti þeirra getur sótt í starfsmenntasjóð stéttarfélags síns fyrir meirihluta þess, en það er fé sem er hluti af kjörum þeirra, hluti af launum þeirra, svo þegar upp er staðið greiða þau þetta sjálf. Auk þess er ákveðin mismunun falin í því að innflytjendur þurfa að nota starfsmenntasjóði sína í íslenskunám, á meðan íslenskir kollegar þeirra geta nota þá í hluti sem nýtast beint þeirra störfum og áhugasviði. Auk þess að vera aðgengis-, inngildingar og mannréttindamál tengist þetta sívaxandi umræðu um varðveislu íslenskrar tungu, með gríðarlegri fjölgun innflytjenda til landsins. Þannig er fyrirséð að um miðja öldina verður helmingur vinnuafls á Íslandi af erlendum uppruna. Það hefur verið ærið verkefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við þetta undanfarin ár og þrátt fyrir falleg orð í 17. júní ræðum og einhverja viðleitni af hálfu opinberra aðila er staðan sú að aðeins um 18% innflytjenda á Íslandi teljast hafa góða kunnáttu í íslensku á meðan meðaltal OECD landa um kunnáttu í tungumáli landanna er um 60%. Auðvitað er margt sem veldur. Nánast allir Íslendingar tala ensku og gefa innflytjendum takmarkaða möguleika til að æfa sig í íslensku málsamfélagi. Þá eru stækkandi hópar hér sem komast að miklu leyti upp með að tala sitt móðurmál innan síns samfélags og snjallsímar gefa fólki tækifæri til að vera í miklu sambandi við fjölskyldu og vini í heimalandi þeirra – hið besta mál, en styður ekki við að fólk læri íslensku. En stærsta ástæðan er sú að þrátt fyrir falleg orð hefur íslenskunám innflytjenda ekki verið í forgangi hjá stjórnvöldum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að núverandi ríkisstjórn ætti að láta sig þessi mál varða. Tveir af þremur ríkisstjórnarflokkum kenna sig við og leggja áherslu á jöfnuð. Gott og ódýrt aðgengi að íslenskunámi innflytjenda stuðlar að jöfnuði. Það stuðlar að því að fólk geti bætt laun sín og gerir því kleift að verða fullgildir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Dómsmálaráðherra, sem tilheyrir þriðja flokknum, hefur lagt áherslu á að við fylgjum hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum. Kunnátta innflytjenda í tungumálum Norðurlanda er frá 45-60%, en er eins og áður sagði 18% hér á landi. Þar greiða nemendur einnig lítið eða ekkert fyrir sitt nám. Það þarf auðvitað meira til en aukið fjármagn frá ríkinu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að auka sinn hlut og svo er ekki síst mikilvægt að það verði vakning hjá almenningi. Það er í ábyrgð okkar allra að tala íslensku við nýja borgara þessa lands. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku og kennir þar íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég Helsinki, ásamt nokkrum öðrum kennurum sem kenna íslensku sem annað mál í skólanum okkar, Múltikúlti íslensku. Þar kynntum við okkur kennsluhætti í tungumálakennslu, en þó aðallega finnskukennslu og hvernig staðið er að þeim málum, m.a. í stærstu fullorðinsfræðslustofnun Finnlands. Í Finnlandi munar miklu, bæði hvað varðar kröfur til innflytjenda um finnskukunnáttu, en jafnframt bjóðast innflytjendum mun heildstæðari möguleikar til að læra tungumálið, með mun meiri samfellu í náminu en fólk á kost á hér á landi. En það sem vakti sérstaka athygli mína, nú þegar skera á niður ríkisstyrki til íslenskukennslu á Íslandi, er hvernig staðið er að fjármögnun kennslunnar. Þegar innflytjendur í Helsinki læra finnsku greiðir ríkið um 30% af kostnaði, Helsinki-borg um 60% og nemandinn sjálfur greiðir um 10%. Þetta gildir um almenna innflytjendur, en ekki flóttafólk sem getur sótt námskeið án endurgjalds. Það sama gildir hér á landi um flóttafólk upp að vissu marki. Ég hef ekki fundið neina heildarsamantekt yfir þessi mál á Íslandi, en tölurnar í okkar skóla, þar sem útlit er fyrir að um 2.200 nemendur muni sitja rúmlega 170 íslenskunámskeið á þessu ári, eru svona: Heildargreiðslur fyrir námskeið árið 2025 skiptast sem hér segir:Ríkið greiðir með beinu framlagi: 25%Ríkið greiðir í gegnum VMST með framlagi til flóttafólks og atvinnu- og hælisleitenda: 19%Fyrirtæki greiða fyrir starfsfólk: 2%Nemendur greiða sjálfir 54%. Framlag ríkisins 2025 til Múltikúlti íslensku miðast við ákveðinn fjölda nemenda, samtals rúmlega 1.300 manns, sem lýkur námi með fullnægjandi mætingu (75% mætingu). Þar sem fjöldi nemenda sem hefur uppfyllt þessi skilyrði tvö síðustu ár hefur verið á milli 1.700-1.800 manns hjá skólanum, og verður á þessu ári tæp 2.000, þýðir það að þessar greiðslur dreifast á mun fleiri nemendur og rýrna sem því nemur. Atvinnuleitendur og flóttafólk stunda íslenskunám, eins og áður segir, án endurgjalds (upp að vissu marki) og nema greiðslur VMST um 67% af kostnaði við námskeiðin, en restin kemur frá áðurnefndu reglulegu framlagi ríkisins. En þess má geta að framlag VMST hefur rýrnað um 20% að raunvirði síðan 2020. Í okkar tilfelli kemur aðeins um 2% greiðslna frá fyrirtækjum og stofnunum sem greiða fyrir sitt starfsfólk. Ég geri ráð fyrir að þetta hlutfall sé hærra á landsvísu. Þannig styður t.d. Reykjavíkurborg, auk ýmissa annarra fyrirtækja og stofnana, við íslenskunám starfsfólks en ég hef ekki aðgang að neinni tölfræði um það. Langstærstur hluti okkar nemenda, á annað þúsund manns, greiðir sjálfur um 75% af sínu íslenskunámi. Stærstur hluti þeirra getur sótt í starfsmenntasjóð stéttarfélags síns fyrir meirihluta þess, en það er fé sem er hluti af kjörum þeirra, hluti af launum þeirra, svo þegar upp er staðið greiða þau þetta sjálf. Auk þess er ákveðin mismunun falin í því að innflytjendur þurfa að nota starfsmenntasjóði sína í íslenskunám, á meðan íslenskir kollegar þeirra geta nota þá í hluti sem nýtast beint þeirra störfum og áhugasviði. Auk þess að vera aðgengis-, inngildingar og mannréttindamál tengist þetta sívaxandi umræðu um varðveislu íslenskrar tungu, með gríðarlegri fjölgun innflytjenda til landsins. Þannig er fyrirséð að um miðja öldina verður helmingur vinnuafls á Íslandi af erlendum uppruna. Það hefur verið ærið verkefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við þetta undanfarin ár og þrátt fyrir falleg orð í 17. júní ræðum og einhverja viðleitni af hálfu opinberra aðila er staðan sú að aðeins um 18% innflytjenda á Íslandi teljast hafa góða kunnáttu í íslensku á meðan meðaltal OECD landa um kunnáttu í tungumáli landanna er um 60%. Auðvitað er margt sem veldur. Nánast allir Íslendingar tala ensku og gefa innflytjendum takmarkaða möguleika til að æfa sig í íslensku málsamfélagi. Þá eru stækkandi hópar hér sem komast að miklu leyti upp með að tala sitt móðurmál innan síns samfélags og snjallsímar gefa fólki tækifæri til að vera í miklu sambandi við fjölskyldu og vini í heimalandi þeirra – hið besta mál, en styður ekki við að fólk læri íslensku. En stærsta ástæðan er sú að þrátt fyrir falleg orð hefur íslenskunám innflytjenda ekki verið í forgangi hjá stjórnvöldum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að núverandi ríkisstjórn ætti að láta sig þessi mál varða. Tveir af þremur ríkisstjórnarflokkum kenna sig við og leggja áherslu á jöfnuð. Gott og ódýrt aðgengi að íslenskunámi innflytjenda stuðlar að jöfnuði. Það stuðlar að því að fólk geti bætt laun sín og gerir því kleift að verða fullgildir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Dómsmálaráðherra, sem tilheyrir þriðja flokknum, hefur lagt áherslu á að við fylgjum hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum. Kunnátta innflytjenda í tungumálum Norðurlanda er frá 45-60%, en er eins og áður sagði 18% hér á landi. Þar greiða nemendur einnig lítið eða ekkert fyrir sitt nám. Það þarf auðvitað meira til en aukið fjármagn frá ríkinu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að auka sinn hlut og svo er ekki síst mikilvægt að það verði vakning hjá almenningi. Það er í ábyrgð okkar allra að tala íslensku við nýja borgara þessa lands. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku og kennir þar íslensku.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun