Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun