Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 13:07 Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira