Reynir aftur við Endurupptökudóm Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2025 15:59 Dr. Matthías G. Pálsson afhendir hér David Beasley, þáverandi framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt við stofnunina árið 2022 þegar hann tók við sem fastafulltrúi Íslands. Stjórnarráðið Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti. Reimar Snæfells Pétursson lögmaður sækir um embætti dómanda og Dr. Matthías G. Pálsson lögfræðingur um embætti varadómanda. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 10. nóvember síðastliðinn. Þar segir jafnframt að umsóknirnar hafi verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar. Fimm dómendur starfa við Endurupptökudóm og fimm varadómendur. Koma úr ólíkum áttum Reimar er einn stofnenda LLG Lögmanna og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands á árunum 2015 til 2018, að því er fram kemur á vef lögmannsstofunnar. Áður var Reimar meðal annars starfandi lögmaður hjá Nestor lögmönnum á árunum 1998-2004, lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. á árunum 2005-2007 og lögfræðingur hjá Straumi – Burðarás fjárfestingarbanka hf. frá 2007-2008. Matthías G. Pálsson sótti einnig um stöðu dómanda við Endurupptökudóm árið 2024 en hlaut ekki stöðuna. Hann hefur meðal annars gengt stöðu fastafulltrúa Íslands gagnvart Evrópuráðinu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD) í Róm. Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra fimm dómendur í Endurupptökudóm. Þrír af þeim skulu vera embættisdómarar, sem starfa við Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdóm. Þá eru embætti tveggja dómara og jafnmargra varadómenda auglýst og mega þeir ekki vera starfandi eða fyrrverandi dómarar. Skipunartími í dóminn er fimm ár. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti. Reimar Snæfells Pétursson lögmaður sækir um embætti dómanda og Dr. Matthías G. Pálsson lögfræðingur um embætti varadómanda. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 10. nóvember síðastliðinn. Þar segir jafnframt að umsóknirnar hafi verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar. Fimm dómendur starfa við Endurupptökudóm og fimm varadómendur. Koma úr ólíkum áttum Reimar er einn stofnenda LLG Lögmanna og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands á árunum 2015 til 2018, að því er fram kemur á vef lögmannsstofunnar. Áður var Reimar meðal annars starfandi lögmaður hjá Nestor lögmönnum á árunum 1998-2004, lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. á árunum 2005-2007 og lögfræðingur hjá Straumi – Burðarás fjárfestingarbanka hf. frá 2007-2008. Matthías G. Pálsson sótti einnig um stöðu dómanda við Endurupptökudóm árið 2024 en hlaut ekki stöðuna. Hann hefur meðal annars gengt stöðu fastafulltrúa Íslands gagnvart Evrópuráðinu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD) í Róm. Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra fimm dómendur í Endurupptökudóm. Þrír af þeim skulu vera embættisdómarar, sem starfa við Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdóm. Þá eru embætti tveggja dómara og jafnmargra varadómenda auglýst og mega þeir ekki vera starfandi eða fyrrverandi dómarar. Skipunartími í dóminn er fimm ár.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira