Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar 18. nóvember 2025 18:30 Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun