Viðskipti innlent

Við­brögð bankanna eftir vaxta­málið von­brigði

Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess.

„Bankarnir eru að skila methagnaði, þeim gengur vel. Þeir hafa þriggja prósenta vaxtamun á meðan í Evrópu gengur og gerist að þeir séu um eitt og hálft prósent,“ segir Breki en rætt var við hann í kvöldfréttum Sýnar.

Hann segir bankana hafa borð fyrir báru og að þeir ættu að geta, ef þeir vildu, lækkað vexti.

Breki segir fólk hafa verið í sambandi vegna breyttra lánaskilyrða og vegna erfiðleika við breytinga á sínum lánum vegna endurfjármögnunar. Neytendasamtökin hafi aðstoðað fólk með þessa hluti síðustu daga.

Enn á eftir að taka fyrir fjögur mál um vexti hjá Hæstarétti. Spurðu hvort hann eigi von á því að lánaskilyrði herðist enn frekar segist Breki ekki eiga von á því.

„Ef bankarnir ætla að prísa sig út af þessum markaði þá vil ég hvetja lántaka til þess að leita til lífeyrissjóðanna sinna,“ segir hann og að þeir séu allir að bjóða mun betri kjör en bankarnir og að neytendur verði að velja með veskinu.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi einnig í kvöldfréttum við seðlabankastjóra um ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti en fram kom í dag að vaxtamálið svokallaða hafi haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar um að lækka vexti. Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra.

Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag.

Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum

Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra

Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×