Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:47 Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun