Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 19:27 Sigurjón og Sindri hafa unnið saman úr sorginni sinni vegna föðurmissis. Þeir mæla eindregið með því að börn sem missa foreldri sæki sér jafningjastuðning hjá samtökum eins og Ljónshjarta og Erninum. Það skipti máli að vera innan um jafnaldra sem skilji það sem maður er að ganga í gegnum. Vísir/sigurjón Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. Sigurjón Nói Ríkharðsson (18 ára) og Sindri Dan Vignisson (16 ára) upplifðu föðurmissi fyrir tæpum tíu árum. Sigurjón var níu ára þegar faðir hans féll frá og hann man ljóslifandi eftir áfallinu og dögunum þungu sem fylgdu. Sindri var sex ára en hann lýsir tímanum sem leið eftir að hann fékk sorgarfregnina sem frekar þokukenndum. Hann muni sumt en annað sé í móðu. Dýrmætt að vera innan um aðra með sömu reynslu Sigurjón og Sindri kynntust fyrst í starfinu hjá Ljónshjarta og fannst gott að upplifa jafningjastuðninginn. Þá hafa þeir einnig unnið úr sorginni hjá Erninum styrktar- og minningarsjóði en þeir segja starfið hafa reynst sér afar vel og hjálpað í gegnum erfiða tíma. „Eins og tveir bestu vinir mínir, ég kynntist þeim hér og við erum búnir að vera vinir í sjö ár. Það er dýrmætt að vera með krökkum sem hafa deilt sömu reynslu og sem vita hvernig það er að missa,“ útskýrir Sigurjón. Sigurjón er duglegur að halda minningur föður síns á lofti og nýtur þess í dag að vera orðinn nógu hávaxinn til að klæðast fötum af pabba sínum.AÐSEND Sigurjón segir líf sitt ekki eina samfellda sorg. Lífið sé raunar alls konar og að sorgin komi í bylgjum. „Það er auðvitað erfitt að eiga ekki pabba dagsdaglega,“ útskýrir Sigurjón en bætir við að það sé virkilega sárt að upplifa söknuðinn á hápunktum lífsins. „Á þessum stóru augnablikum í lífinu; fermingu, útskrift og öllu sem á eftir að koma. Giftingar og barneignir og allt það en líka þetta hversdagslega, að geta ekki farið í veiði með pabba; að geta ekki verið með pabba.“ Búa yfir bjargráðum Reynsla þeirra af föðurmissi og sorgarúrvinnslan í kjölfarið hefur orðið til þess að þeir hafa sankað að sér alls konar bjargráðum sem þeir vilja deila með öðrum til að grípa þau börn sem kunna að upplifa að missa foreldri en um það bil hundrað börn missa foreldri árlega. „Það þarf að halda sér í rútínu, halda öllu eðlilegu en samt hafa sinn tíma fyrir það sem maður þarf að gera en maður þarf líka að gera eitthvað skemmtilegt, og meira skemmtilegt en vanalega, fara í keilu, bíó og alls konar. Fá boð frá ömmu, það er alltaf gott fyrir ömmurnar að muna hvað það er gott fyrir börn að fá boð í bíó eða mat eða fyrir frænku og frænda. Alltaf að hafa eitthvað skemmtilegt fram undan,“ segir Sindri. Sigurjón segir samveruna vina og ættingja heilandi. „Það sem hefur hjálpað mér eru vinir og ættingjar. Fjölskyldan hefur stutt vel við bakið á mér. Síðan er mikilvægt að halda áfram að gera það sem maður elskar. Eins og ég var í fótbolta og að halda þá áfram í fótbolta. Hreyfing hjálpar með alla heilsu.“ Nauðsynlegt að halda minningunni á lofti Drengirnir fara sínar leiðir til að halda minningu feðra sinna á lofti. Sindri hugsar til föður síns þegar hann iðkar íþróttir til dæmis. Sindri á góðum degi með bróður sínum og föður. Hann hugsar alltaf til föður síns þegar hann iðkar íþróttir.aðsend „Hann var svo mikill júdómaður, pabbi minn, og í alls konar íþróttum. Ég hugsa um hann þegar ég er að gera þannig og finn fyrir tengingu.“ Sigurjóni finnst hlýlegt að klæðast fötum föður síns heitins. „Eins og núna í dag, þá er ég í gömlu skónum hans, ég er í gömlu buxunum hans, ég er í gömlu treyjunni hans, ég er í gamla jakkanum hans. Ég er kominn á þann aldur að ég get fengið að vera í gömlu fötunum hans. Ég held áfram að leyfa minningu hans að lifa.“ Sitja ekki við sama borð hjá Tryggingastofnun Þeir deila sárri reynslu en ekki kjörum en 18-20 ára ungmenni geta sótt um barnalífeyri vegna náms hjá Tryggingastofnun en viðkomandi má ekki eiga innistæðu í banka hærri en 4 milljónir króna, sem útilokar Sindra því hann býr hjá móður í skiptu búi og hefur þegar fengið föðurarf sinn. „Mér finnst svolítið verið að mismuna börnum sem hafa misst foreldri því við fáum ekki menntameðlag því við höfum fengið arf snemma á undan öllum hinum vinum mínum til dæmis,“ segir Sindri sem segist vilja laga þetta misræmi fyrir þá krakka sem á eftir honum koma. Sindri útskýrir að öll börn erfi forelda sína. Þetta sé hinsta gjöf foreldris til barns og hugmyndin sé að hjálpa barni að koma undir sig fótunum. Hann upplifi sig ekki „heppinn“ að fá arfinn sinn snemma og skilur ekki hvers vegna aðeins hann - og önnur börn í hans stöðu - geti ekki fengið menntunarmeðlag, hin börnin fái sinn arf síðar. Sigurjón á bágt með að skilja hvers vegna hann eigi rétt á einhverju en ekki Sindri félagi sinn. Sigurjón fær framlagið því móður hans situr í óskiptu búi og er hann því ekki búinn að fá arfinn inn á reikninginn sinn. „Mér finnst bara ósanngjarnt að við höfum deilt sömu reynslu og við höfum gengið í gegnum það sama en bara vegna þess að ég sit í óskiptu búi þá á ég möguleika á að fá þetta en ekki hann.“ Sindri sneri sér að myndavélinni og talaði beint til stjórnvalda. „Ég skora á ráðherra að koma til okkar og fá kaffi með okkur til að ræða þetta aðeins.“ Börn og uppeldi Sorg Tengdar fréttir Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Börn eiga auðveldara með að stökkva inn og út úr sorg en hin fullorðnu og syrgja stundum með öðrum hætti. Þetta segir stofnandi Arnarins minningar- og styrktarsjóðs en í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg. 20. nóvember 2025 12:52 „Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. 27. apríl 2024 07:00 Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Sigurjón Nói Ríkharðsson (18 ára) og Sindri Dan Vignisson (16 ára) upplifðu föðurmissi fyrir tæpum tíu árum. Sigurjón var níu ára þegar faðir hans féll frá og hann man ljóslifandi eftir áfallinu og dögunum þungu sem fylgdu. Sindri var sex ára en hann lýsir tímanum sem leið eftir að hann fékk sorgarfregnina sem frekar þokukenndum. Hann muni sumt en annað sé í móðu. Dýrmætt að vera innan um aðra með sömu reynslu Sigurjón og Sindri kynntust fyrst í starfinu hjá Ljónshjarta og fannst gott að upplifa jafningjastuðninginn. Þá hafa þeir einnig unnið úr sorginni hjá Erninum styrktar- og minningarsjóði en þeir segja starfið hafa reynst sér afar vel og hjálpað í gegnum erfiða tíma. „Eins og tveir bestu vinir mínir, ég kynntist þeim hér og við erum búnir að vera vinir í sjö ár. Það er dýrmætt að vera með krökkum sem hafa deilt sömu reynslu og sem vita hvernig það er að missa,“ útskýrir Sigurjón. Sigurjón er duglegur að halda minningur föður síns á lofti og nýtur þess í dag að vera orðinn nógu hávaxinn til að klæðast fötum af pabba sínum.AÐSEND Sigurjón segir líf sitt ekki eina samfellda sorg. Lífið sé raunar alls konar og að sorgin komi í bylgjum. „Það er auðvitað erfitt að eiga ekki pabba dagsdaglega,“ útskýrir Sigurjón en bætir við að það sé virkilega sárt að upplifa söknuðinn á hápunktum lífsins. „Á þessum stóru augnablikum í lífinu; fermingu, útskrift og öllu sem á eftir að koma. Giftingar og barneignir og allt það en líka þetta hversdagslega, að geta ekki farið í veiði með pabba; að geta ekki verið með pabba.“ Búa yfir bjargráðum Reynsla þeirra af föðurmissi og sorgarúrvinnslan í kjölfarið hefur orðið til þess að þeir hafa sankað að sér alls konar bjargráðum sem þeir vilja deila með öðrum til að grípa þau börn sem kunna að upplifa að missa foreldri en um það bil hundrað börn missa foreldri árlega. „Það þarf að halda sér í rútínu, halda öllu eðlilegu en samt hafa sinn tíma fyrir það sem maður þarf að gera en maður þarf líka að gera eitthvað skemmtilegt, og meira skemmtilegt en vanalega, fara í keilu, bíó og alls konar. Fá boð frá ömmu, það er alltaf gott fyrir ömmurnar að muna hvað það er gott fyrir börn að fá boð í bíó eða mat eða fyrir frænku og frænda. Alltaf að hafa eitthvað skemmtilegt fram undan,“ segir Sindri. Sigurjón segir samveruna vina og ættingja heilandi. „Það sem hefur hjálpað mér eru vinir og ættingjar. Fjölskyldan hefur stutt vel við bakið á mér. Síðan er mikilvægt að halda áfram að gera það sem maður elskar. Eins og ég var í fótbolta og að halda þá áfram í fótbolta. Hreyfing hjálpar með alla heilsu.“ Nauðsynlegt að halda minningunni á lofti Drengirnir fara sínar leiðir til að halda minningu feðra sinna á lofti. Sindri hugsar til föður síns þegar hann iðkar íþróttir til dæmis. Sindri á góðum degi með bróður sínum og föður. Hann hugsar alltaf til föður síns þegar hann iðkar íþróttir.aðsend „Hann var svo mikill júdómaður, pabbi minn, og í alls konar íþróttum. Ég hugsa um hann þegar ég er að gera þannig og finn fyrir tengingu.“ Sigurjóni finnst hlýlegt að klæðast fötum föður síns heitins. „Eins og núna í dag, þá er ég í gömlu skónum hans, ég er í gömlu buxunum hans, ég er í gömlu treyjunni hans, ég er í gamla jakkanum hans. Ég er kominn á þann aldur að ég get fengið að vera í gömlu fötunum hans. Ég held áfram að leyfa minningu hans að lifa.“ Sitja ekki við sama borð hjá Tryggingastofnun Þeir deila sárri reynslu en ekki kjörum en 18-20 ára ungmenni geta sótt um barnalífeyri vegna náms hjá Tryggingastofnun en viðkomandi má ekki eiga innistæðu í banka hærri en 4 milljónir króna, sem útilokar Sindra því hann býr hjá móður í skiptu búi og hefur þegar fengið föðurarf sinn. „Mér finnst svolítið verið að mismuna börnum sem hafa misst foreldri því við fáum ekki menntameðlag því við höfum fengið arf snemma á undan öllum hinum vinum mínum til dæmis,“ segir Sindri sem segist vilja laga þetta misræmi fyrir þá krakka sem á eftir honum koma. Sindri útskýrir að öll börn erfi forelda sína. Þetta sé hinsta gjöf foreldris til barns og hugmyndin sé að hjálpa barni að koma undir sig fótunum. Hann upplifi sig ekki „heppinn“ að fá arfinn sinn snemma og skilur ekki hvers vegna aðeins hann - og önnur börn í hans stöðu - geti ekki fengið menntunarmeðlag, hin börnin fái sinn arf síðar. Sigurjón á bágt með að skilja hvers vegna hann eigi rétt á einhverju en ekki Sindri félagi sinn. Sigurjón fær framlagið því móður hans situr í óskiptu búi og er hann því ekki búinn að fá arfinn inn á reikninginn sinn. „Mér finnst bara ósanngjarnt að við höfum deilt sömu reynslu og við höfum gengið í gegnum það sama en bara vegna þess að ég sit í óskiptu búi þá á ég möguleika á að fá þetta en ekki hann.“ Sindri sneri sér að myndavélinni og talaði beint til stjórnvalda. „Ég skora á ráðherra að koma til okkar og fá kaffi með okkur til að ræða þetta aðeins.“
Börn og uppeldi Sorg Tengdar fréttir Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Börn eiga auðveldara með að stökkva inn og út úr sorg en hin fullorðnu og syrgja stundum með öðrum hætti. Þetta segir stofnandi Arnarins minningar- og styrktarsjóðs en í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg. 20. nóvember 2025 12:52 „Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. 27. apríl 2024 07:00 Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Börn eiga auðveldara með að stökkva inn og út úr sorg en hin fullorðnu og syrgja stundum með öðrum hætti. Þetta segir stofnandi Arnarins minningar- og styrktarsjóðs en í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg. 20. nóvember 2025 12:52
„Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. 27. apríl 2024 07:00
Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00