Innlent

Umhverfisdagur at­vinnu­lífsins 2025: „Frá yfir­lýsingum til árangurs“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. vísir/Arnar

Frá yfirlýsingum til árangurs er yfirskrift umhverfisdags atvinnulífsins 2025 sem haldinn er á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Dagskrá hefst klukkan níu og er hægt að fylgjast með í streymi hér að neðan. Tveir ráðherrar eru meðal þátttakenda á ráðstefnunni auk fjölda einstaklinga úr íslensku atvinnulífi. Þá verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins veitt í lok dags, en veitt verða verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og umhverfisátak ársins auk tveggja viðurkenninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en nánar má lesa um dagskrá og nálgast streymi hér að neðan. Dagskráin skiptist í tvær lotur og hefst líkt og áður segir klukkan níu.

Fyrri hluti

Í fyrri lotu verður fjallað um gagnsæi sem forsendu trúverðugleika: „Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forstöðumaður efnahagssvið samtakanna flytur erindi sem ber yfirskriftina Á ég að gera það? Í pallborði í fyrri lotu sitja fyrir svörum Daði Már Kristórfersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafultrúi Samorku, stjórnar umræðum. Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, eru með innlegg frá sínu sjónarhorni.“

Seinni hluti

Í síðari lotu verður fjallað um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB: „Þar flytur erindi Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, meðeigandi KREAB. Í pallborði sitja Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Finnur Sveinsson, viðskipta- og deildarstjóri sjálfbærni hjá HS-orku, Vigdís Diljá Óskardóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags- og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, eru með innlegg.“

Þess má geta að umhverfisdagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni sjö hagsmunasamtaka atvinnulífsins, það er SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×