Fundað um frið í Abú Dabí Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Rússneskir menn ganga hjá auglýsingaskilti fyrir rússneska herinn í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós. Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, hitti rússneska erindreka í morgun. Til stendur að funda frekar yfir daginn. Driscoll hefur varið síðustu dögum í Úkraínu, þar sem hann reyndi fyrst að fá Úkraínumenn til að skrifa undir upprunalegu tillögurnar, sem lýst var sem óskalista Pútíns, og í Genf, þar sem hann tók þátt í viðræðum um tillögurnar og breytingar á þeim. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Wall Street Journal hefur eftir einum af talsmönnum Hvíta hússins að Driscoll, sem sinnir borgaralegri stöðu sem snýr að því að halda utan um þjálfun og vopnun bandarískra hermanna, hafi verið valinn til verksins þar sem talið sé að Úkraínumenn og Rússar væru frekar til í að ræða við aðila sem tengjast herafla Bandaríkjanna en erindreka. Leiðtogar bandaríska hersins hafa átt í nánu samstarfi við kollega sína og ráðamenn í Úkraínu. Kynna nýjar tillögur fyrir Rússum Driscoll mun í dag kynna tillögurnar nýju fyrir rússneskum erindrekum. Friðartillögurnar eru í nítján liðum en voru upprunalega í 28. Upprunalega skjalið tók töluverðum breytingum um helgina í viðræðum milli bandarískra erindreka annars vegar og úkraínskra og evrópskra erindreka hins vegar. Sjá einnig: Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Mikil óreiða hefur einkennt tillögurnar, uppruna þeirra og tilgang á undanförnum dögum. „Upplýsingaóreiða“ kringum friðaráætlunina Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti ástandinu kringum tillögurnar sem „upplýsingaóreiðu“. Hann sagði að upprunalegu tillögurnar, sem Rússar hefðu fengið að sjá, hefðu geta verið notaðar til grunns frekari viðræðna. Peskóv sagðist ekki geta tjáð sig um nýju tillögurnar þar sem þær hefðu ekki formlega borist Rússum. Upprunalegu tillögurnar vöktu miklar áhyggjur í Kænugarði og öðrum höfuðborgum í Evrópu þegar þær litu fyrst dagsins ljós. Fyrst um sinn var óljóst hvort að friðaráætlunin væri í raun raunveruleg en hún mun hafa verið skrifuð af þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Trumps, og Kirill Dmitríev, erindreka Pútíns. Frá viðræðunum í Sviss um helgina.AP/Martial Trezzini, Keystone Ráðamenn í Bandaríkjunum voru margsaga um uppruna friðaráætlunarinnar og hvaðan hún kom í rauninni en liðir áætlunarinnar hölluðu verulega á Úkraínumenn og sumir virtust upprunalega hafa verið skrifaðir á rússnesku. Rannsóknarblaðamaðurinn Christo Grozev, sem hefur lengi einbeitt sér að Rússlandi og á sér langa sögu í því að fletta hulunni ofan af rússneskum njósnurum í Evrópu og víðar, sagði frá því um helgina að hann hefði séð nánast sömu tillögur og voru í friðartillögunum fyrir um hálfu ári síðan. Lofaði Trump en gagnrýndi Evrópumenn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sló á svipaða strengi og Peskóv í morgun. Hann sagði upprunalegu áætlunina hafa verið nothæfa til frekari viðræðna og neitaði að tjá sig um nýju áætlunina. Þá lofaði hann Trump fyrir viðleitnina en gagnrýndi Evrópumenn, eins og hann hefur ítrekað gert, fyrir að reyna að grafa undan friði í Úkraínu. Hann sakaði ráðamenn Evrópu um að fremja skemmdarverk á friðarviðræðum og ýta undir nasisma, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að Rússar réðust inn í Úkraínu, á því að stríðið standi enn yfir og halda því fram að þeir hafi tafið mögulegar friðarviðræður. Sjá einnig: Sakar Evrópu um stríðsæsingu Lavrov sagði ráðamenn í Evrópu reyna að slá ryki í augu kjósenda sinna um ástandið í heimsálfunni, hvað varðar efnahagsmál og samfélagsmál. Þá sagði hann að borgarar í Evrópu væru farnir að velta vöngum yfir því hvað gerðist næst, þar sem Úkraína „yrði ekki til staðar að eilífu“. Ólíklegt að varnir bresti Sérfræðingum og greinendum þykir mörgum ólíklegt að Rússar muni samþykkja friðaráætlunina. Þeir hafi jafnvel ekki þótt líklegir til að samþykkja upprunalega skjalið, þó það hafi þótt mjög jákvætt fyrir þá. Það hafi meðal annars verið vegna þess að samkvæmt því yrði úkraínski herinn takmarkaður við sex hundruð þúsund manns. Áður hafa Rússar lagt til að hann yrði takmarkaður við hundrað þúsund menn. Hingað til hafa Rússar lítið sem ekkert látið af upprunalegum kröfum sínum í garð Úkraínumanna vegna innrásarinnar. Ráðamenn í Rússlandi, eða í það minnsta Vladimír Pútín, forseti, Rússlands, telja að Rússar séu að sigra Úkraínumenn. Þeir þurfi ekki að láta af kröfum sínum, þar sem Úkraínumenn standi eingöngu frammi fyrir þeim kostum að gefast upp eða vera sigraðir. Pútín lýsti því yfir í heimsókn til stjórnstöðvar rússneska hersins í síðustu viku að hann væri tiltölulega ánægður með gang stríðsins og að ef Úkraínumenn vildu ekki ræða friðartillögurnar (gömlu) yrðu þeir sigraðir. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tekið undir þetta sjónarhorn. Hann sagði á föstudaginn að Úkraína myndi tapa restinni af Donbassvæðinu svokallaða á skömmum tíma. Eitt prósent landsins fyrir 200 þúsund menn Úkraínski herinn á við mikinn vanda að stríða þegar kemur að manneklu og Rússar hafa verið að sækja fram á þessu ári. Framsókn þeirra hefur þó verið mjög svo hæg og gífurlega kostnaðarsöm. Í frétt Washington Post segir að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af úkraínsku landi. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sérfræðingar sem ræddu við WP segja fátt benda til þess að Rússar séu hársbreidd frá því að brjóta varnir Úkraínumanna, eða baráttuvilja þeirra, á bak aftur. Pútín er þó sagður til í að halda stríðinu áfram, þrátt fyrir gífurlegan kostnað í mannslífum og peningum, þar sem hann skynjar veikleika í Bandaríkjunum og í Evrópu og mikla þreytu í Úkraínu. Úkraína Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Bandaríkin NATO Evrópusambandið Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26 Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. 22. nóvember 2025 20:11 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, hitti rússneska erindreka í morgun. Til stendur að funda frekar yfir daginn. Driscoll hefur varið síðustu dögum í Úkraínu, þar sem hann reyndi fyrst að fá Úkraínumenn til að skrifa undir upprunalegu tillögurnar, sem lýst var sem óskalista Pútíns, og í Genf, þar sem hann tók þátt í viðræðum um tillögurnar og breytingar á þeim. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Wall Street Journal hefur eftir einum af talsmönnum Hvíta hússins að Driscoll, sem sinnir borgaralegri stöðu sem snýr að því að halda utan um þjálfun og vopnun bandarískra hermanna, hafi verið valinn til verksins þar sem talið sé að Úkraínumenn og Rússar væru frekar til í að ræða við aðila sem tengjast herafla Bandaríkjanna en erindreka. Leiðtogar bandaríska hersins hafa átt í nánu samstarfi við kollega sína og ráðamenn í Úkraínu. Kynna nýjar tillögur fyrir Rússum Driscoll mun í dag kynna tillögurnar nýju fyrir rússneskum erindrekum. Friðartillögurnar eru í nítján liðum en voru upprunalega í 28. Upprunalega skjalið tók töluverðum breytingum um helgina í viðræðum milli bandarískra erindreka annars vegar og úkraínskra og evrópskra erindreka hins vegar. Sjá einnig: Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Mikil óreiða hefur einkennt tillögurnar, uppruna þeirra og tilgang á undanförnum dögum. „Upplýsingaóreiða“ kringum friðaráætlunina Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti ástandinu kringum tillögurnar sem „upplýsingaóreiðu“. Hann sagði að upprunalegu tillögurnar, sem Rússar hefðu fengið að sjá, hefðu geta verið notaðar til grunns frekari viðræðna. Peskóv sagðist ekki geta tjáð sig um nýju tillögurnar þar sem þær hefðu ekki formlega borist Rússum. Upprunalegu tillögurnar vöktu miklar áhyggjur í Kænugarði og öðrum höfuðborgum í Evrópu þegar þær litu fyrst dagsins ljós. Fyrst um sinn var óljóst hvort að friðaráætlunin væri í raun raunveruleg en hún mun hafa verið skrifuð af þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Trumps, og Kirill Dmitríev, erindreka Pútíns. Frá viðræðunum í Sviss um helgina.AP/Martial Trezzini, Keystone Ráðamenn í Bandaríkjunum voru margsaga um uppruna friðaráætlunarinnar og hvaðan hún kom í rauninni en liðir áætlunarinnar hölluðu verulega á Úkraínumenn og sumir virtust upprunalega hafa verið skrifaðir á rússnesku. Rannsóknarblaðamaðurinn Christo Grozev, sem hefur lengi einbeitt sér að Rússlandi og á sér langa sögu í því að fletta hulunni ofan af rússneskum njósnurum í Evrópu og víðar, sagði frá því um helgina að hann hefði séð nánast sömu tillögur og voru í friðartillögunum fyrir um hálfu ári síðan. Lofaði Trump en gagnrýndi Evrópumenn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sló á svipaða strengi og Peskóv í morgun. Hann sagði upprunalegu áætlunina hafa verið nothæfa til frekari viðræðna og neitaði að tjá sig um nýju áætlunina. Þá lofaði hann Trump fyrir viðleitnina en gagnrýndi Evrópumenn, eins og hann hefur ítrekað gert, fyrir að reyna að grafa undan friði í Úkraínu. Hann sakaði ráðamenn Evrópu um að fremja skemmdarverk á friðarviðræðum og ýta undir nasisma, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að Rússar réðust inn í Úkraínu, á því að stríðið standi enn yfir og halda því fram að þeir hafi tafið mögulegar friðarviðræður. Sjá einnig: Sakar Evrópu um stríðsæsingu Lavrov sagði ráðamenn í Evrópu reyna að slá ryki í augu kjósenda sinna um ástandið í heimsálfunni, hvað varðar efnahagsmál og samfélagsmál. Þá sagði hann að borgarar í Evrópu væru farnir að velta vöngum yfir því hvað gerðist næst, þar sem Úkraína „yrði ekki til staðar að eilífu“. Ólíklegt að varnir bresti Sérfræðingum og greinendum þykir mörgum ólíklegt að Rússar muni samþykkja friðaráætlunina. Þeir hafi jafnvel ekki þótt líklegir til að samþykkja upprunalega skjalið, þó það hafi þótt mjög jákvætt fyrir þá. Það hafi meðal annars verið vegna þess að samkvæmt því yrði úkraínski herinn takmarkaður við sex hundruð þúsund manns. Áður hafa Rússar lagt til að hann yrði takmarkaður við hundrað þúsund menn. Hingað til hafa Rússar lítið sem ekkert látið af upprunalegum kröfum sínum í garð Úkraínumanna vegna innrásarinnar. Ráðamenn í Rússlandi, eða í það minnsta Vladimír Pútín, forseti, Rússlands, telja að Rússar séu að sigra Úkraínumenn. Þeir þurfi ekki að láta af kröfum sínum, þar sem Úkraínumenn standi eingöngu frammi fyrir þeim kostum að gefast upp eða vera sigraðir. Pútín lýsti því yfir í heimsókn til stjórnstöðvar rússneska hersins í síðustu viku að hann væri tiltölulega ánægður með gang stríðsins og að ef Úkraínumenn vildu ekki ræða friðartillögurnar (gömlu) yrðu þeir sigraðir. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tekið undir þetta sjónarhorn. Hann sagði á föstudaginn að Úkraína myndi tapa restinni af Donbassvæðinu svokallaða á skömmum tíma. Eitt prósent landsins fyrir 200 þúsund menn Úkraínski herinn á við mikinn vanda að stríða þegar kemur að manneklu og Rússar hafa verið að sækja fram á þessu ári. Framsókn þeirra hefur þó verið mjög svo hæg og gífurlega kostnaðarsöm. Í frétt Washington Post segir að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af úkraínsku landi. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sérfræðingar sem ræddu við WP segja fátt benda til þess að Rússar séu hársbreidd frá því að brjóta varnir Úkraínumanna, eða baráttuvilja þeirra, á bak aftur. Pútín er þó sagður til í að halda stríðinu áfram, þrátt fyrir gífurlegan kostnað í mannslífum og peningum, þar sem hann skynjar veikleika í Bandaríkjunum og í Evrópu og mikla þreytu í Úkraínu.
Úkraína Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Bandaríkin NATO Evrópusambandið Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26 Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. 22. nóvember 2025 20:11 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22
Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26
Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. 22. nóvember 2025 20:11