Innlent

Ís­lendingur gekk ber­serks­gang í Horsens

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt laugardags í miðbæ Horsens.
Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt laugardags í miðbæ Horsens. Getty/Steffen Trumpf

Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón.

Maðurinn, sem er 22 ára gamall samkvæmt umfjöllun danskra miðla, var staddur á krá í miðborg Horsens á aðfaranótt laugardags. Hann hafði sýnt af sér ógnandi hegðun og var því rekinn út af staðnum. Maðurinn brást ókvæða við, réðst á dyravörð og var lögregla þá kölluð til.

Að sögn Torbens Møller, lögreglustjora á Austur-Jótlandi, reyndi maðurinn að bíta lögregluþjóna við handtöku. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð eftir nokkur handalögmál en honum tókst að sparka í einn lögregluþjónanna. 

Í miðlum erlendis kemur fram að manninum hafi síðar verið sleppt úr haldi og að lögreglan hafi ekki gert kröfu um gæsluvarðhald. 

Uppfært 14:57: Upphaflega kom fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás og fyrir að hindra störf lögreglu. Það hefur nú verið leiðrétt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×