Lífið

Segir Sinatra hafa verið „risa­vaxinn“ neðan beltis

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Anka staðfesti loksins langlífan orðróm um Sinatra.
Anka staðfesti loksins langlífan orðróm um Sinatra.

Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle.

Hinn 84 ára Anka ræddi við gula dagblaðið Page Six í tilefni af frumsýningu heimildarmyndarinnar Paul Anka: My Way í gær, 1. desember og nýrri plötu sem kemur á næsta ári.

Anka ræddi þar ýmislegt sem tengdist ferlinum og staðfesti langvarandi orðróm um að Fran Sinatra hafi verið vel vaxinn fyrir neðan belti.

„Já, hann var risavaxinn,“ sagði Anka og bætti við: „Ég veit ekki hvað það gerir fyrir ykkur.“

Frank Sinatra var hluti af hinu fræga Rottugengi.

Leikkonan Ava Gardner, fyrrverandi eiginkona Sinatra, hefur áður ýjað að þessu þegar hún sagði eitt sinn að Sinatra hefði verið með 19 punda (átta kílóa) getnaðarlim.

Anka hékk oft með Sinatra og félögum hans í Rottugenginu (e. The Rat Pack) í Las Vegas þar sem þeir tróðu upp og í viðtalinu lýsir hann sánuferðunum sem þeir fóru í saman.

„Ég átti erfitt með að halda augnsambandi,“ sagði Anka glettinn en bætti við að Sinatra hefði þó ekki komist í hálfkvisti við grínistann Milton Berle sem hefur greinilega verið hvalkynja neðanbeltis.

Anka talaði þó ekki bara um limastærðir heldur lýsti því einnig hvernig kom til að hann skrifaði textann fyrir „My Way,“ stærsta slagara Sinatra. Anka hafði verið í fríi í Frakklandi þegar hann heyrði lagið „Comme d’habitude“ og keypti strax réttinn að því. Þegar heim var komið settist hann niður við ritvélina, bombaði út textanum og sendi á Sinatra. Þá var ekki aftur snúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.