Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar 2. desember 2025 15:48 Nýlega var hneykslast á útlögðum kostnaði skattgreiðenda við innheimtustarfsemi, þ.e. rekstur skattsins. Við þann kostnað bætist kostnaður greiðenda við að fylla út eyðublöð og samfélagsleg brenglun vegna sumra skatta. Fólk breytir um hegðun til að víkja sér undan skattinum. Góðir skattar eiga ekki að brengla hegðun skattgreiðenda. Skilvirkni í fjármögnun hins opinbera er mikilvæg. Nýleg umræða um erfðafjárskatt ætti að vekja fólk til umhugsunar. Það er sagt að það sem skilji menn frá dýrum er að menn læri af mistökum sínum og það sem skilur gáfaða menn frá hinum er að þeir læri af mistökum annarra. Í íslenskri umræðu er gjarnan sagt, á hinum Norðurlöndunum er þetta svona og svona. Ég hef búið í tveimur af þessum Norðurlöndum, Danmörku og Svíþjóð og með mínum gleraugum eru þetta ólík lönd. Fræðilegur bakgrunnur Í Svíþjóð, þar sem ég lærði til doktorsprófs í hagrannsóknum var innheimtur erfðafjárskattur í ýmsum útfærslum í meira en 100 ár. Rökin voru að þetta væri fjármögnunar og jöfnunaratriði. Upprunalega doktorsverkefni mitt átti að vera um eigna-/tekjudreifingar. Ég var látinn lesa líkindafræðibók eftir Whittle og í henni er stærðfræðidæmi sem Whittle og Wold sömdu upp úr 1950. Dæmið er yfireinföldun þar sem gert er ráð fyrir því að eina uppspretta ójöfnuðar (dreifingar) sé að fólk lifi mislengi. Gengið var út frá því að lífshættan væri fasti, hver og einn ætti sama fjölda erfingja og að eignir yxu um sömu prósentu á ári. Með stærðfræðitækni (operator teoríu, sem ég kunni einu sinni) má sýna að jafnvægiseignadreifingin verður Pareto dreifing. Paretodreifingin þykir mörgum óréttlát því þeir eignahæstu verða svo ofboðslega ríkir. Gögn hafa sýnt að í ýmsum löndum hafa svona dreifingar haft Pareto-einkenni, amk. síðustu 150 árin. Ef aðeins eru leyfðar jákvæðar eignir og lágmarkseignir stærri en núll má reikna fræðilegan Gini-stuðul jafnvægisdreifingarinnar. Ef dæmið er flækt t.d. með því að láta barnalánið vera eins konar happdrætti verður lausin flóknari, jafnvægisdreifingin er ekki lengur Pareto en efri endi hennar hefur ákveðin Pareto einkenni. Við þessi skilyrði er ekki víst að erfðafjárskattur auki jöfnuð mældan með Gini stuðlinum. Whittle og Wold sömdu þessi dæmi því erfðafjárskattur var illa þokkaður og þótti óskilvirk fjármögnunaraðferð fyrir hið opinbera. Það er sjálfsagt að vara við notkun á Gini stuðli til að lýsa hlutfallslegri dreifingu ef breytan sem lýsa á getur tekið neikvæði gildi eða 0. Í velferðasamfélögum nútímans leyfist fólki að vera með neikvæðar eignir og tekjur árum saman (námslán o.s.frv). Reynsla Svía Útfærsla erfðafjárskatts hafði ýmsar skaðlegar hliðarverkanir. Upp komu hrægammafyrirtæki sem sérhæfðu sig í að sigta út fjölskyldufyrirtæki sem menn vissu að yrðu þvinguð í sölu þegar andlát yrði í fjölskyldunni. Kynslóðaskipti í rekstrinum voru því varasöm. Menn sáu skaðlegar fjölskyldudeilur þar sem erfingjar deildu um hvað ætti að gera við seglbátinn eða sumarhúsið. Það er ekki á slíkar deilur bætandi með vitlausum sköttum. Ég heyrði um stórt fjölskyldufyrirtæki þar sem krataættmóðirin taldi að hún hefði vel efni á að borga skattinn. Fyrirtækið var skráð á markað og þegar ættmóðirinn lést um 100 ára gömul vissu allir að fjölskyldan þyrfti að selja. Skattstofninn var markaðsgengi á dánardegi. Markaðsaðilar sameinuðust um að kaupa ekki, fyrirtækið var selt á hrakvirði og nýju eigendurnir völdu skástu bitana (asset-stripping) og settu restina á brunaútsölu. Erfingjarnir, fólk á miðjum aldri og eldra, gengu slippir og snauðir frá ævistarfinu og þekkingin í fyrirtækinu glataðist. Lögin voru plástruð til þannig að fjárfestingar í atvinnurekstri fengu sérmeðferð. Menn sáu að skattstofninn gæti ekki verið eitthvað ímyndað verð, t.d. á seglbát eða sumarhúsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu árum saman og alls ekki mætti gjaldfella skuldina strax. Mönnum datt í hug að ef til vill ætti skatturinn ekki að gjaldfalla fyrr en eignir væru seldar. Ég lærði dæmin 1978-1979 og lauk námi 1986. Deilurnar um erfðafjárskattinn héldu áfram með tilheyrandi plástrun. Það var þó ekki fyrr en eftir 2000 að skriður komst á málið. Menn sammæltust um að leggja niður erfðafjárskattinn 1. janúar 2005. Sterkur krataforingi (Göran Person) var lykilmaður í þessu verkefni. Niðurlagningin var þó látin virka afturvirkt frá 17. desember 2004 vegna harmleiks þegar fjöldi Svía lést í flóðbylgju í Asíu. Þar dó margt ungt fólk sem ekki var búið gera ráðstafanir (skatteplanering). Þingmönnum þótt ekki rétt að hrella syrgjandi aðstandendur frekar. Sjaldan hefur fengist önnur eins samstaða um nokkuð mál í sænska þinginu. Aðrir ómögulegir skattar voru í kjölfarið einnig lagðir niður, svo sem auðlegðarskattar og skattar á gjafir. Menn skildu að andlát er ekki eignamyndandi atburður. Eignir fá bara nýjan hirði. Það er best að láta hirðaskiptin ganga sem ódýrast fyrir sig. Það er hverju samfélagi mikilvægt að fjárhirðar vandi sig. Önnur lönd og aðrir skattar Svíar fundu líka út að fasteignaskattar sem byggðu á óvissu mati á virði eignar væru óheppilegir. Þeir breyttu kerfinu þannig að fasteignaskattur varð föst upphæð á einbýlishús og helmingurinn af því á sumarhús. Þegar vextir lækkuðu fyrir alvöru upp úr 1990 hækkuðu fasteignir miklu meira en almennt verðlag. Það er eðlileg útkoma því eignamarkaður stýrist af aðgengi og verði á fjarmagni. Skattar byggðir á metnu eignavirði ættu því kannski að heita floteignaskattar vegna flökts í skattstofninum. Danir frystu því fasteignaskatta á mati ársins 2001 eða 2002. Þeir eru nýbúnir að koma nýju kerfi, byggt á verðmötum, sem átti ekki að hækka skattinn hjá flestum. Þeim sem fá á sig fasteignaskattshækkun býðst vaxtalaust lán þar til eignin selst og gjaldfellur þá skatturinn. Sé þetta réttur skilningur er ég svartsýnn á fasteignamarkað í Danmörku. Danir skildu líka að snarleg gjaldfelling erfðafjárskatts og skattstofn væru hæpin. Erfðafjárskattur var því felldur niður og í staðinn fundinn upp dánarbússkattur. Dánirbúið er rekið eins og fyrirtæki þar til heppilegar markaðsaðstæður bjóða upp á að það sé leyst upp. Dánarbú eru mjög mismunandi, erfitt að meta þau og eignir í þeim misvel seljanlegar. Hætt er við að svona reglur skapi hökt á eignamarkaði. Noregur, Austurríki og fleiri lönd hafa einnig sett erfðafjárskattinn niður í núll með svipuðum rökum. Önnur hafa hækkað frítekjumark mikið. Finnar ræða um að lækka eða fella niður erfðafjárskattinn. Menn sjá að fyrirtæki reyna að komast burt sem er erfitt fyrir bændur og landeigendur. Eignamöt eru mikilvæg, t.d. fyrir banka og tryggingafélög. Slík verkefni eiga ekki að vera á vegum hins opinbera. Öðrum farast þau betur úr hendi og útkomurnar eiga alls ekki að vera skattstofn. Ályktun Í löndum þar sem erfðafjárskattur hefur verið er þetta lítill og flöktandi þáttur í tekjum hins opinbera sem kallar á flókna meðferð í bókhaldi. Ef stjórnvöld vilja vera með jafnandi aðgerðir eiga þær að fara fram í skólakerfinu, öllum kennt að lesa og skrifa. Ég vona að Íslendingum öðlist að fá sterka krataleiðtoga sem fella niður subbuskatta eins og erfðafjárskattinn og ekki þurfi þjóðarharmleik til. Við þurfum að læra af Svíum og fleirum. Höfundur er prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýlega var hneykslast á útlögðum kostnaði skattgreiðenda við innheimtustarfsemi, þ.e. rekstur skattsins. Við þann kostnað bætist kostnaður greiðenda við að fylla út eyðublöð og samfélagsleg brenglun vegna sumra skatta. Fólk breytir um hegðun til að víkja sér undan skattinum. Góðir skattar eiga ekki að brengla hegðun skattgreiðenda. Skilvirkni í fjármögnun hins opinbera er mikilvæg. Nýleg umræða um erfðafjárskatt ætti að vekja fólk til umhugsunar. Það er sagt að það sem skilji menn frá dýrum er að menn læri af mistökum sínum og það sem skilur gáfaða menn frá hinum er að þeir læri af mistökum annarra. Í íslenskri umræðu er gjarnan sagt, á hinum Norðurlöndunum er þetta svona og svona. Ég hef búið í tveimur af þessum Norðurlöndum, Danmörku og Svíþjóð og með mínum gleraugum eru þetta ólík lönd. Fræðilegur bakgrunnur Í Svíþjóð, þar sem ég lærði til doktorsprófs í hagrannsóknum var innheimtur erfðafjárskattur í ýmsum útfærslum í meira en 100 ár. Rökin voru að þetta væri fjármögnunar og jöfnunaratriði. Upprunalega doktorsverkefni mitt átti að vera um eigna-/tekjudreifingar. Ég var látinn lesa líkindafræðibók eftir Whittle og í henni er stærðfræðidæmi sem Whittle og Wold sömdu upp úr 1950. Dæmið er yfireinföldun þar sem gert er ráð fyrir því að eina uppspretta ójöfnuðar (dreifingar) sé að fólk lifi mislengi. Gengið var út frá því að lífshættan væri fasti, hver og einn ætti sama fjölda erfingja og að eignir yxu um sömu prósentu á ári. Með stærðfræðitækni (operator teoríu, sem ég kunni einu sinni) má sýna að jafnvægiseignadreifingin verður Pareto dreifing. Paretodreifingin þykir mörgum óréttlát því þeir eignahæstu verða svo ofboðslega ríkir. Gögn hafa sýnt að í ýmsum löndum hafa svona dreifingar haft Pareto-einkenni, amk. síðustu 150 árin. Ef aðeins eru leyfðar jákvæðar eignir og lágmarkseignir stærri en núll má reikna fræðilegan Gini-stuðul jafnvægisdreifingarinnar. Ef dæmið er flækt t.d. með því að láta barnalánið vera eins konar happdrætti verður lausin flóknari, jafnvægisdreifingin er ekki lengur Pareto en efri endi hennar hefur ákveðin Pareto einkenni. Við þessi skilyrði er ekki víst að erfðafjárskattur auki jöfnuð mældan með Gini stuðlinum. Whittle og Wold sömdu þessi dæmi því erfðafjárskattur var illa þokkaður og þótti óskilvirk fjármögnunaraðferð fyrir hið opinbera. Það er sjálfsagt að vara við notkun á Gini stuðli til að lýsa hlutfallslegri dreifingu ef breytan sem lýsa á getur tekið neikvæði gildi eða 0. Í velferðasamfélögum nútímans leyfist fólki að vera með neikvæðar eignir og tekjur árum saman (námslán o.s.frv). Reynsla Svía Útfærsla erfðafjárskatts hafði ýmsar skaðlegar hliðarverkanir. Upp komu hrægammafyrirtæki sem sérhæfðu sig í að sigta út fjölskyldufyrirtæki sem menn vissu að yrðu þvinguð í sölu þegar andlát yrði í fjölskyldunni. Kynslóðaskipti í rekstrinum voru því varasöm. Menn sáu skaðlegar fjölskyldudeilur þar sem erfingjar deildu um hvað ætti að gera við seglbátinn eða sumarhúsið. Það er ekki á slíkar deilur bætandi með vitlausum sköttum. Ég heyrði um stórt fjölskyldufyrirtæki þar sem krataættmóðirin taldi að hún hefði vel efni á að borga skattinn. Fyrirtækið var skráð á markað og þegar ættmóðirinn lést um 100 ára gömul vissu allir að fjölskyldan þyrfti að selja. Skattstofninn var markaðsgengi á dánardegi. Markaðsaðilar sameinuðust um að kaupa ekki, fyrirtækið var selt á hrakvirði og nýju eigendurnir völdu skástu bitana (asset-stripping) og settu restina á brunaútsölu. Erfingjarnir, fólk á miðjum aldri og eldra, gengu slippir og snauðir frá ævistarfinu og þekkingin í fyrirtækinu glataðist. Lögin voru plástruð til þannig að fjárfestingar í atvinnurekstri fengu sérmeðferð. Menn sáu að skattstofninn gæti ekki verið eitthvað ímyndað verð, t.d. á seglbát eða sumarhúsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu árum saman og alls ekki mætti gjaldfella skuldina strax. Mönnum datt í hug að ef til vill ætti skatturinn ekki að gjaldfalla fyrr en eignir væru seldar. Ég lærði dæmin 1978-1979 og lauk námi 1986. Deilurnar um erfðafjárskattinn héldu áfram með tilheyrandi plástrun. Það var þó ekki fyrr en eftir 2000 að skriður komst á málið. Menn sammæltust um að leggja niður erfðafjárskattinn 1. janúar 2005. Sterkur krataforingi (Göran Person) var lykilmaður í þessu verkefni. Niðurlagningin var þó látin virka afturvirkt frá 17. desember 2004 vegna harmleiks þegar fjöldi Svía lést í flóðbylgju í Asíu. Þar dó margt ungt fólk sem ekki var búið gera ráðstafanir (skatteplanering). Þingmönnum þótt ekki rétt að hrella syrgjandi aðstandendur frekar. Sjaldan hefur fengist önnur eins samstaða um nokkuð mál í sænska þinginu. Aðrir ómögulegir skattar voru í kjölfarið einnig lagðir niður, svo sem auðlegðarskattar og skattar á gjafir. Menn skildu að andlát er ekki eignamyndandi atburður. Eignir fá bara nýjan hirði. Það er best að láta hirðaskiptin ganga sem ódýrast fyrir sig. Það er hverju samfélagi mikilvægt að fjárhirðar vandi sig. Önnur lönd og aðrir skattar Svíar fundu líka út að fasteignaskattar sem byggðu á óvissu mati á virði eignar væru óheppilegir. Þeir breyttu kerfinu þannig að fasteignaskattur varð föst upphæð á einbýlishús og helmingurinn af því á sumarhús. Þegar vextir lækkuðu fyrir alvöru upp úr 1990 hækkuðu fasteignir miklu meira en almennt verðlag. Það er eðlileg útkoma því eignamarkaður stýrist af aðgengi og verði á fjarmagni. Skattar byggðir á metnu eignavirði ættu því kannski að heita floteignaskattar vegna flökts í skattstofninum. Danir frystu því fasteignaskatta á mati ársins 2001 eða 2002. Þeir eru nýbúnir að koma nýju kerfi, byggt á verðmötum, sem átti ekki að hækka skattinn hjá flestum. Þeim sem fá á sig fasteignaskattshækkun býðst vaxtalaust lán þar til eignin selst og gjaldfellur þá skatturinn. Sé þetta réttur skilningur er ég svartsýnn á fasteignamarkað í Danmörku. Danir skildu líka að snarleg gjaldfelling erfðafjárskatts og skattstofn væru hæpin. Erfðafjárskattur var því felldur niður og í staðinn fundinn upp dánarbússkattur. Dánirbúið er rekið eins og fyrirtæki þar til heppilegar markaðsaðstæður bjóða upp á að það sé leyst upp. Dánarbú eru mjög mismunandi, erfitt að meta þau og eignir í þeim misvel seljanlegar. Hætt er við að svona reglur skapi hökt á eignamarkaði. Noregur, Austurríki og fleiri lönd hafa einnig sett erfðafjárskattinn niður í núll með svipuðum rökum. Önnur hafa hækkað frítekjumark mikið. Finnar ræða um að lækka eða fella niður erfðafjárskattinn. Menn sjá að fyrirtæki reyna að komast burt sem er erfitt fyrir bændur og landeigendur. Eignamöt eru mikilvæg, t.d. fyrir banka og tryggingafélög. Slík verkefni eiga ekki að vera á vegum hins opinbera. Öðrum farast þau betur úr hendi og útkomurnar eiga alls ekki að vera skattstofn. Ályktun Í löndum þar sem erfðafjárskattur hefur verið er þetta lítill og flöktandi þáttur í tekjum hins opinbera sem kallar á flókna meðferð í bókhaldi. Ef stjórnvöld vilja vera með jafnandi aðgerðir eiga þær að fara fram í skólakerfinu, öllum kennt að lesa og skrifa. Ég vona að Íslendingum öðlist að fá sterka krataleiðtoga sem fella niður subbuskatta eins og erfðafjárskattinn og ekki þurfi þjóðarharmleik til. Við þurfum að læra af Svíum og fleirum. Höfundur er prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun