54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2025 07:47 Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun